Fara í efni

Grilluð kjúklingaspjót í döðlu-BBQsósu

Ein allra besta BBQ-sósa sem ég hef smakkað, það er líka hægt að nota þennan rétt í pinnamat þá er bara að minnka bitana aðeins og skera spjótin í tvennt áður enn þrætt er uppá.
Kjúklingaspjót
Kjúklingaspjót

Grilluð kjúklingaspjót í döðlu-BBQsósu

Aðalréttur fyrir 4

1 kg kjúklingalæri (úrbeinuð og skinnlaus)

8 grillspjót (ef þau eru tréspjót, þá þarf að leggja þau í heitt vatn í lágmark 3 tíma)

 

Döðlu-BBQsósa

100 g döðlur (steinlausar)

vatn

Eplaedik

Tómatsósa

Paprikuduft

Dijon sinnep

1 tsk chilisósa (sambal oleck)

Soyasósa

 

Aðferð:

Sjóðið uppá vatninu og döðlunum og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu, blandið vel saman þar til að þetta verði þykk sósa,smakkið til með salti og pipar. Skerið kjúklinginn í litla bita ca.4x4 cm og setjið í bakka, hellið BBQ-sósunni yfir og látið marinerast í lágmark 30 mín. þá er kjúllanum þrætt uppá spjótin og þau grilluð á vel heitu grillinu.

 

Það er svaka gott að bera fram  Cummin-jógúrtsósuna með, sjá „sósur og meðlæti“  flokkinn okkar.