Fara í efni

Grillað lambainnralæri með heimalagaðri BBQ-sósu

Að hætti Rikku.
Berið fram með hrásalati og bökuðum kartöflu
Berið fram með hrásalati og bökuðum kartöflu

Flottur réttur fyrir 4 að hætti Rikku.

Hráefni:

0,8 - 1 kg lambainnralæri
2 msk ólífuolía
1 laukur
3 hvítlauksrif
50 g púðursykur
2 tsk chili flögur
1 tsk oreganókrydd
100 ml eplaedik
70 g sterkt sinnep
500 g tómatsósa
sjávarsalt
nýmalaður pipar

Leiðbeiningar:

Stingið út litlar rifur í kjötið. Setjið ólífuolíu og lauka saman í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til að laukarnir eru orðnir fínsaxaðir. Bætið þá afgangnum af hráefninu saman við, fyrir utan salt og pipar, og vinnið saman. Penslið vel af sósunni á kjötið og látið marinerast í a.m.k 30 mínútur. Grillið kjötið á meðalheitu grilli í u.þ.b 12-15 mínútur á hvorri hlið eða þar til að kjarnhiti nær um 65°C. Penslið kjötið reglulega á meðan það er grillað. 


Kryddið kjötið með salti og pipar og pakkið því inn í álpappír og hvílið í 5-7 mínútur.

Gott er að bera kjötið fram með hrásalati og bökuðum kartöflum.