Fyllt tacoflétta međ nautahakki og salsasósu - Eldhúsperlur

Skemmtilegur réttur fyrir börnin
Skemmtilegur réttur fyrir börnin

Jćja. Ég er vođa spennt ađ setja ţessa uppskrift inn og veit ađ ţađ eru nokkrir ađ bíđa eftir henni. Yngsti fjölskyldumeđlimurinn á heimilinu hefur búiđ viđ almennt tannleysi, lausar tennur og auman góm og ţá dramatík sem ţví fylgir undanfarna mánuđi. Enda eđlilegur fylgifiskur ţess ađ vera sex ára. Hér hefur ţví veriđ mikiđ um rétti međ nautahakki, fisk, grćnmetisrétti, pasta og almennt mat sem er tyggingarvćnn fyrir litla manninn. Nautahakk er reyndar sérstaklega vinsćlt hjá honum og hafa ýmsar útgáfur af ţví fengiđ ađ líta dagsins ljós. Í gćr var ég semsagt međ ţennan rétt. Hann gjörsamlega sló í gegn og ţegar ţetta er skrifađ er sá stutti búinn ađ borđa réttinn ţrisvar. Semsagt algjör hittari hjá sex ára strák en hann var ţađ líka hjá fullorđna fólkinu. Ţetta er frábćr kvöldmatur en ég sé ţetta einnig fyrir mér í saumaklúbbum, afmćlum og ţess háttar í stađ hinna gamalgrónu (en ţó ágćtu) brauđrétta. Ţađ er vođa gott ađ bera réttinn fram međ fersku heimalöguđu guacamole og góđu grćnu salati (ég myndi ekki dćma ykkur ţó ţiđ hefđuđ líka nachos flögur međ..). Ég lofa ađ réttinn er einfaldara ađ gera en ţađ lítur út fyrir. Ţetta snýst ađallega um samsetningu hráefna og svo er um ađ gera ađ stytta sér leiđ međ ţví ađ nota tilbúiđ pizzadeig. Ţá tekur ţetta enga stund! Ég hvet ykkur til ađ skođa upprunalegu uppskriftina í hlekknum hér fyrir neđan, ţá sjáiđ ţiđ hvernig á ađ flétta deigiđ saman. 

Fyllt tacoflétta međ nautahakki og salsasósu (lítillega breytt uppskrift frá: 365 Days of Baking and More)

 • 1 rúlla tilbúiđ pizzadeig (t.d. Wewalka, líka hćgt ađ búa til frá grunni)
 • 6-700 gr hreint ungnautahakk
 • 1 rauđlaukur, smátt skorinn
 • 3 msk tilbúiđ tacokrydd úr poka
 • 1 lítil krukka salsasósa (ca. 230gr)
 • 1 límóna
 • 2-3 tómatar, skornir smátt
 • 200 gr rifinn ostur (1 poki)
 • 2 msk ólífuolía
 • Ofan á:
 • 4 vorlaukar, smátt saxađir
 • Nokkrir kirsuberjatómatar, skornir smátt
 • Sýrđur rjómi

Ađferđ: Fletjiđ deigiđ út ţannig ađ ţađ ţekji eina bökunarplötu. Leggiđ á plötuna og hafiđ bökunarpappír undir. Skeriđ 2-3 cm rákir langsöm niđur eftir deiginu en skiljiđ ca. 10 cm rönd eftir í miđjunni (sjá skýringarmyndir í hlekknum viđ hausinn á uppskriftinni). Steikiđ laukinn ţar til glćr og bćtiđ hakkinu út á pönnuna. Brúniđ vel. Bćtiđ tacokryddinu saman viđ ásamt salsasósunni og safanum úr límónunni blandiđ vel saman og smakkiđ til međ salti og pipar. Helliđ hakkinu á miđjuna á pizzadeiginu. Stráiđ tómötunum ţar yfir og rúmlega helmingnum af rifna ostinum. Leggiđ nú deigstrimlana yfir hakkblönduna eins og ţiđ vćruđ ađ flétta (sjá aftur skýringarmynd). Pensliđ ólífuolíu yfir fléttuna og stráiđ restinni af rifna ostinum yfir. Bakiđ viđ 180 gráđur í 20 mínútur eđa ţar til deigiđ er vel bakađ og osturinn ofan á gullinbrúnn. Dreifiđ dálitlum sýrđum rjóma yfir og stráiđ svo smátt söxuđum tómötum og vorlauk ofan á. (Rétturinn er passlegur sem ađalréttur fyrir 5 fullorđna).

Birt í samstarfi viđ  


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré