Fara í efni

Chili con carne með hvítlauks­jógúrt

Chili con carne er einnig mjög gott í allskyns mexíkóska rétti.
Þetta er hversdags réttur.  En þú færð aldrei leið
Þetta er hversdags réttur. En þú færð aldrei leið
Chili con carne er einnig mjög gott í allskyns mexíkóska rétti.

1 msk ólífuolía
1 stk laukur, saxaður
½-1 stk rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað
2 stk hvítlauksrif, pressuð
1 tsk chili-duft
1 tsk cumin
500 g nautahakk
400 g hakkaðir tómatar í dós
120 ml vatn
1 msk tómatmauk
400 g forsoðnar nýrnabaunir, skolaðar upp úr köldu vatni
handfylli steinselja

Hvítlauksjógúrt:
150 g hreint jógúrt
2 msk sýrður rjómi 10%
3 stk hvítlauksrif, pressuð
2 msk ferskt saxað kóríander
salt og nýmalaður pipar

Hrærið hráefnunum saman, kryddið með salt og pipar eftir smekk.
 
Steikið laukinn, chili-aldinið og hvítlaukinn upp úr olíunni á meðalheitri pönnu. Bætið chili-dufti og cumin saman við og steikið áfram í mínútu. Setjið nautahakkið saman við og brúnið vel. Hellið tómötunum og vatninu saman við ásamt tómatmaukinu og látið malla í 30–40 mínútur. Bætið baununum saman við og látið malla áfram í 5 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með hvítlauksjógúrti og hýðishrísgrjónum.

NÆRINGARGILDI LDS 

Kcal:404 / 20%* 
Prótein:40,7 g / 81% 
Fita14 g / 21% 
Kolvetni:29,6 g / 10% 
Járn:6,5 mg / 36% 
Trefjar:7,1 g / 28% 
Kalk:147 mg / 15%

Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.

Uppskrift eftir Rikku.  Unnið í samvinnu við Hagkaup.is