Fara í efni

Afrískur réttur með hakki, eplum og eggjum

Ekta matur beint frá Ghana
Afrískur réttur með hakki
Afrískur réttur með hakki

Afrískur réttur með hakki, eplum og eggjum

1/3 stór sæt kartafla
1 stór laukur
2 stórar gulrætur
1 stórt grænt epli
1/2 græn paprika
1/2 gul paprika
1 rauð paprika
lúka af graslauk
600 g nautahakk
1 tsk Provencal kryddblanda
4 egg
100 – 150 g af rifnum osti

Aðferð:
Byrjið á að afhýða sætu kartöfluna, skerið í sneiðar og sjóðið í nokkrar mínútur í litlu vatni. Saxið laukinn og rífið gulræturnar. Afhýðið eplið og saxið í bita. Saxið paprikuna í bita. Þurrsteikið hakkið og laukinn á pönnu (eða í potti) þar til hakkið er sundurlaust og laukurinn glær. Kryddið með Provencal kryddblöndunni. Bætið afgangnum af grænmetinu og eplunum á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Hrærið eggjunum saman við, hitið í um 5 mínútur og smakkið til með kryddinu. Leggið sætu kartöflurnar yfir, stráið graslauknum þar yfir og þar ofan á ostinum. Hitið á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Bera má réttinn fram í pönnunni eða pottinum eða að setja allt í eldfast mót áður en sætu kartöflurnar eru settar ofan á en fylgja annars verklýsingunni og baka réttinn að lokum í ofni þar til osturinn er gullbrúnn.

Höfundur uppskriftarinnar er: Innocentia F. Friðgeirsson og hún kemur frá Ghana/Gana í Vestur Afríku.
Innocentia er starfsmaður í eldhúsi Landspítala