Fara í efni

Möndlu mangó orkuboltar

Þú þarft bara þrjú hráefni í þessa orkubolta.
Möndlu mangó orkuboltar

Þú þarft bara þrjú hráefni í þessa orkubolta. Þeir eru sykurlausir og afar bragðgóðir.

Þessir verða án efa þínir uppáhalds orkuboltar.

Uppskrift er fyrir 12-15 bolta (fer eftir stærð).

Hráefni:

1 bolli af þurrkuðu mangó í litlum bitum

3 stórar döðlur

1 bolli af möndlum

Val: ½ bolli af ósætri þurrkuðu kókóshnetukurli

Leiðbeiningar:

Setjið mangó og döðlur í matarvinnsluvél og láttu vinnast vel saman eða þar til þetta eru bitar svipaðir á stærð og baunir.

Bættu svo möndlum saman við og látið blandast vel saman. Þetta á að verða eins og deig, tolla vel saman.

Ef blandan er of klístruð þá má setja hana í ísskáp í um 20 mínútur.

Rúllið svo í kúlur á stærð við borðtennisbolta.

Rúllið svo kúlum upp úr kókós ef þú ætlar að nota það.

Setjið í frystinn í 30 mínútur til að kúlur harðni.

Geymið svo í ísskáp.

Afar sniðugt að hafa svona orkubolta með sér í vinnuna t.d

Njótið vel!

Uppskrift frá thehealthymaven.com