Fara í efni

Quinoa klattar með hvítlauks aioli (glúteinlaust)

Eldar þú stundum of mikið af quinoa? Ef svo er, þá er hér tilvalin uppskrift til að nota afganginn í.
Quinoa klattar með hvítlauks aioli (glúteinlaust)

Eldar þú stundum of mikið af quinoa? Ef svo er, þá er hér tilvalin uppskrift til að nota afganginn í.

Þessir klattar eru fullkomnir fyrir bröns, hádegisverð eða kvöldmat. Og það er einfalt og fljótlegt að búa þá til.

Þessi uppskrift er fyrir 2-3.

Hráefni fyrir quinoa klatta:

2-4 msk af kókósolíu

1 bolli af elduðu quinoa

3 meðal stór egg (nota stappaðar kartöflur ef þú ert vegan)

1 meðal stór gulrót

1 lítill laukur – afar fínt saxaður

1 msk af graslauk – fínt söxuðum

1 msk af kóríander – söxuðu

¼ bolli af muldum möndlum

Salt og pipar eftir smekk

Hráefni fyrir hvítlauks aioli:

½ bolli af möndlum eða kasjúhnetum sem hafa legið í vatni í a.m.k 4 tíma

1-2 hvítlauksgeirar, kramdir

1 msk af Dijon sinnepi

2 msk af sítrónusafa

2 msk af ólífuolíu

¼ - ½ bolli af vatni – bara meta hversu mikið vatn þarf

¼ tsk af sjávarsalti

Leiðbeiningar:

Settu allt klatta hráefnið í skál og blandaðu því mjög vel saman.

Bættu 2 msk af kókósolíu á meðal stóra pönnu og ekki hafa hitann of mikinn.

Gott er að nota ausu til að búa til klattana og því næst skellir þú þeim á pönnuna og passaðu upp á að þeir snertist ekki.

Eldið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til klattar eru létt gylltir, leggið síðan á eldhúspappír og þerrið.

Endurtakið þetta þar til öll klatta blandan er búin. Bættu við kókósolíu á pönnuna ef þess þarf.

Takið nú hráefnið í hvítlauks aioli sósuna (nema vatnið) og setjið í blandara á mikinn hraða og látið blandast vel saman. Farið svo að hella vatninu hægt og rólega saman við eða þangað til sósan er kremkennd og alls ekki of þunn.

Berið svo fram og njótið.