Fara í efni

NÝTT: Taco fyllt Avókadó

Skemmtileg útgáfa af Taco.
NÝTT: Taco fyllt Avókadó

Við sleppum taco skeljunum í þessari uppskrift og notum í staðin avókadó.

Þessi uppskrift er fyrir 4.

Hráefni:

1 msk af avókadó olíu

225 gr af kalkún

¼ bolli af söxuðum lauk

1 tsk af chillí dufti

¼ tsk af grófu salti

1/2 bolli af svörtum baunum – hreinsa þær

¼ bolli af góðu salsa

2 þroskuð avókadó – skorin í tvennt og hreinsuð

1 msk af fersku kóríander – saxað niður

1 tsk af ferskum lime safa

4 tsk af rifnum osti

Leiðbeiningar:

Hitið olíuna á meðal stórri járnpönnu yfir meðal háum hita.

Setjið kalkún, lauk, chillí og salt á pönnuna.

Látið malla, hrærið með viðarsleif reglulega og myljið niður kalkúninn. Þetta á að malla á pönnunni í 5-6 mínútur.

Takið af hita og hrærið baunir og salsa saman við.

Takið nú avókadó og skerið í tvennt og fjarlægið steininn.

Með skeið skal taka kjötið úr avókadó, passið þó að skilja smá eftir við brúnirnar.

Setjið avókadó kjötið í skál.

Bætið kóríander og lime safa saman við avókadó og stappið með gaffli. Það eiga að vera smá kekkir.

Fyllið nú avókadó skálar með kalkúnablöndunni – þær verða vel fullar.

Toppið með tsk af osti og guacamole blöndunni.

Berið fram strax.

Njótið vel!