Fara í efni

NÝ KETO UPPSKRIFT: Eggaldins lasagna með geggjað góðri sósu

NÝ KETO UPPSKRIFT: Eggaldins lasagna með geggjað góðri sósu

Þetta dásamlega lasagna má sko njóta til fulls, lágkolvetna máltíð gerð með ívafi af hinni sígildu ítölsku lasagna uppskrift.

Uppskrift er fyrir 12 skammta.

Hráefni:

2 meðal stór Eggaldin

Góð ólífuolía

Blanda af osti

850 gr af ricotta osti

115 gr af rifnum parmesan osti

2 eggjarauður

2 hvítlauksgeirar

2 tsk af maukuðum ferskum hvítlauk

½ tsk af fersku salti

½ tsk af ferskum svörtum pipar

Ítalskt krydd

Sósan:

https://kicking-carbs.com/keto-meat-sauce/

Keto kjöt sósa:

Þessi sósa fer einstaklega vel með lasagne eins og þessu og mörgum öðrum lágkolvetna réttum.

Hráefni:

2 msk af extra virgin ólífuolíu

2 msk af íslensku smjöri

½ olli af söxuðum lauk

1 stilkur af sellerí – saxaður

1 tsk af mörðum hvítlauk

1 tsk af ítölsku kryddi

¼ tsk af muldum rauðum pipar flögum

1 msk af tómatkrafti

450 gr af hakki

800 gr af tómötum, heilir og kramdir í höndunum

½ bolli af parmesan osti

1 tsk af fersku salti

½ tsk af ferskum pipar

Leiðbeiningar fyrir sósu:

Hitið olíu og smjör saman yfir meðal hita eða þar til smjör er bráðið og freyðir ekki lengur.

Bætið í lauk, sellerí og hvítlauk og látið eldast í 5 mínútur, hrærið reglulega.

Dreifið ítalska kryddinu jafnt yfir og bætið tómatkrafti saman við og látið eldast í um 1 mínútu.

Bætið nú hakki saman við og látið eldast þar til hakk er eldað í gegn, tekur um 10 mínútur.

Bætið tómötum saman við og látið suðuna koma upp.

Lækkið hita í suðu og leyfið að sjóða í 40 mínútur, hrærið af og til.

Bætið svo í restina, parmesan, salti og pipar saman við.

Látið eldast þar til ostur er bráðinn.

Fyrir toppinn á lasagna:

115 gr af ferskum mozzarella osti

55 gr af ferskum parmesan osti

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 210 gráður.

Hyljið tvær plötur með smjörpappír.

Fjarlægið hýði af eggaldin, skerið í sneiðar sem eru um rúmur hálfur cm á þykkt.

Saltið og látið renna af þeim á viskastykki í um 30 mínútur.

Þerrið.

Setjið eggaldin sneiðar á plötur og hellið vel af ólífuolíunni yfir allar sneiðarnar.

Ristið eggaldin sneiðar í um 25 mínútur.

Lækkið hitann í 180 gráður.

Ostablandan:

Takið skál og hrærið saman ricotta, parmesan, eggjarauðum, hvítlauk, ítölsku kryddi, salti og pipar saman.

Samsetning:

Takið ½ bolla af keto sósunni og berið í botninn á eldföstu móti.

Raðið eggaldin sneiðum yfir sósu. Setjið ostablöndu yfir og svo meiri sósu. Endurtakið þetta þar til allt er komið.

Setjið í ofninn og bakið í hálftíma undir álpappír.

Takið álpappír af og dreifið mozzarella og parmesan yfir og látið ristast í 10 mínútur eða svo.  Ostur á að mynda loftbólur.

Berið fram með fersku salati.

Njótið vel!