Fara í efni

Indverskir kínóaklattar með indveskri sósu

Indverskir kínóaklattar með indveskri sósu

Í einni af minni uppáhalds matreiðslubók, Heilsuréttir fjölskyldunnar er uppskrift af indverskum grænmetisbuffum. 

Þetta er mjög góð uppskrift sem rennur ljúflega ofan í heimilisfólkið mitt. Hér er á ferðinni uppskrift sem er svona afleiðing hinnar, nota kínóa í stað hrísgrjóna, krydda með tandoori kryddi (það kemur rosalega vel út), set ristaðar pekan hnetur út í og sleppi kartöflunum og lauknum. Þannig að já, kannski bara svolítið mikið breytt útgáfa. En þessi buff þykja mér hriklega góð og eru alveg súper holl. Mér finnst æði að gera nokkuð stóran skammt og eiga til í frysti og geta svo tekið með mér í nesti í vinnuna með góðu salati. Krökkunum finnst buffin mjög góð en sósan kannski svolítð sterk, má þynna hana með meiri kókosmjólk fyrir mildari útgáfu.

Hráefni:

  • 2 bollar soðið kínóa
  • 4 stórar gulrætur (gróft saxaðar og soðnar í nokkrar mín)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 tsk túrmerik
  • 2 1/2 tsk cumin
  • 2 msk grænmetiskraftur
  • 1 tsk tandoori krydd
  • 1/2 bolli ristaðar pekan hnetur
  • 2-3 msk kókosmjöl
  • 3-4 msk glúteinlausir hafrar  (eða meira kókosmjöl til að deigið sé ekki of blautt)

Aðferð:

  1. Sjóðið kínóa
  2. Sjóðið gulrætur
  3. ristið pekanhneturnar
  4. Setjið allt í matvinnsluvél þangað til allt hefur blandast vel saman.
  5. Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu með skeið og bakið í 25 mín við 200°C

Sósan:

  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 2-4 cm engifer (eftir smekk)
  • 2msk Kókosolía
  • 1 msk garam masala eða annað gott karrý
  • 1 tsk curry paste
  • 1 msk Turmerik
  • 2 stórar döðlur
  • 200 ml Kókosmjólk (ég nota bleika fernu frá Santa Maria og fæst í Bónus, 200 ml)

Aðferð:

  1. Setjið kókosolíuna í pott og hitið
  2. Blandið öllu kryddinu saman ásamt engifer (best að raspa það niður svo ekki séu engiferþræðir í súpunni) hvítlauk og karrýmaukinu.
  3. Setjið allt kryddið í pottinn og hrærið vel í svo það brenni ekki.
  4. Hellið kókosmjólkinni út í pottinn ásamt döðlunum.
  5. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur við lágan hita.
  6. Hrærið með töfrasprota (það eru aðallega döðlurnar sem þurfa þess)
  7. Smakkið til, bætið við vatni ef hún er of þykk, meira salti janvel eða hvað sem ykkur finnst, jafnvel smá chili !

Þessi sósa er líka mjög góð köld.

Minni svo á námskeiðið sem haldið verður í byrjun mars, meira um það HÉR.