Eggaldin í parmesanhjúp međ tómat og basil

Ţetta lítur afar vel út
Ţetta lítur afar vel út

Halldór kokkur á Heilsustofnun deildi ţessari girnilegu eggaldin uppskrift međ okkur. Eggaldin eru mjög nćringarrík og ţetta er ţví uppskrift sem mun bćđi kćta bragđlaukana og stuđla ađ heilbrigđi okkar.

Uppskrift:

1 stórt eggaldin
2 egg, pískuđ
Smá heilhveiti
Brauđrasp
Ferskur parmesan, fínt rifinn til helminga viđ brauđrasp
Salt/pipar

Ađferđ
Byrjum á ţví ađ skera eggaldiniđ í sneiđar og salta á báđum hliđum. Svo tökum viđ sneiđarnar til hliđar og leyfum saltinu ađ draga vökva úr ţví,  ţetta tekur ca. 10 mínútur. Svo ţurrkum viđ sneiđarnar međ pappír og leggjum sneiđarnar í heilhveiti svo ţađ lođi viđ á báđum hliđum. Ţar nćst leggjum viđ sneiđarnar í eggjablönduna og ađ lokum í brauđrasp og parmesan, sem er blandađ saman til helminga.
Olía hituđ á pönnu og sneiđarnar steiktar í ca. 2 mínútur á hvorri hliđ. 

Tómatbasilsósa
2 msk. ólífuolía
1 laukur, smátt saxađur
1 box basil
1 dós tómatar
10  sólţurrkađir tómatar
4-5 hvítlauksrif
Salt/pipar

Ađferđ
Olían er  hituđ í potti og laukurinn svitađur í henni. Ţví nćst er tómötum og hvítlauk bćtt útí og látiđ malla viđ vćgan hita í 10 – 12 mínútur, svo maukađ međ töfrasprota. Ađ lokum er er basil bćtt útí.

Heimild: nlfi.is


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré