Fara í efni

Dásamlegir bakaðir/grillaðir parmesan tómatar

Glænýjir tómatar, parmesan ostur og ólífuolía.
Dásamlegir bakaðir/grillaðir parmesan tómatar

Glænýjir tómatar, parmesan ostur og ólífuolía.

Hérna ertu komin með disk af fullkomnu meðlæti með steikinni. Það má jafnvel nota tómatasneiðarnar eftir eldun í stað brauðsneiða og búa til uppáhalds samlokuna þína.

Uppskrift er glútenlaus og fyrir græmetisætur.

Þessi uppskrift er fyrir fjóra.

 

Hráefni:

4 tómatar – skornir í tvennt ofan á

¼ bolli af ferskum rifnum parmesan osti

1 tsk aff fersku oregano

¼ tsk af grófu salti

4 tsk af extra virgin ólífuolíu

Ferskur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 240 gráður. Eða hitið upp grillið.

Raðið tómat helmingum með skornu hliðina upp á bökunar pappír/álbakka.

Toppið með parmesan, oregano, salti og pipar.

Svo olía eftir smekk á hverja sneið.

Látið bakast/grillast í um 15 mínútur.

Þetta er algjört æði með steikinni, kjúkling eða sem meðlæti fyrir grænmetisætuna.

Njótið vel!