Fara í efni

Vatnsmelónu-smoothie

Vatnsmelónur eru ekki aðeins bragðgóðar og svalandi - heldur er einnig talið að neysla á þeim hafi ýmsa frábæra kosti fyrir góða heilsu.
Vatnsmelónu-smoothie
Vatnsmelónu-smoothie

Fimm ástæður þess að borða vatnsmelónur samkvæmt National Geographic eru:


1. Góð áhrif á auma vöðva.  
2. Gott fyrir hjarta- og æðakerfið.  
3. Náttúrulegt stinningarlyf.  
4. Inniheldur mikið magn vítamína og steinefna en er lág í hitaeiningum.  
5. Inniheldur lycopene sem talið er að hafi fyrirbyggjandi áhrif gegn blöðruhálskirtilskrabbameini.

Svo eru vatnsmelónur líka bara svo góðar á bragðið.

 

 

 



Vatnsmelónu Smoothie

Hráefni: 

1 stór og vel þroskaður banani
1 bolli frosin jarðarber
4 bollar vatnsmelóna
1/3 bolli möndlumjólk

Aðferð:


Allt blandað saman í blandarann og láta hristast saman þar til mjúkt.

Njótið vel!