Fara í efni

Orkuríkur Cashew hnetu drykkur

Mjög góður og orkuríkur drykkur með háu hlutfalli af góðri fitu. Frábær sem hádegismatur
Dásamlegur Cashew hnetu drykkur
Dásamlegur Cashew hnetu drykkur

Pera, hindber og Cashew (370 Kcal)
7,9 gr prótein, 59 gr kolvetni, 13,8 gr fita.

1 pera - meðalstór og þroskuð
2 dl frosin hinber (ca. 80 gr)
20 gr Cashew hnetur, best ef þær hafa legið í bleyti en þarf ekki.
1 dl appelsínu safi eða safi úr einni appelsínu
Góð lúka af spínati
1 msk hörfræ

Cashew hneturnar og appelsínusafinn sett saman í blandarann og blandað vel. Þá er restin sett saman við og blandað þar til orðið mjúkt og girnilegt.