Fara í efni

Matcha orka í tveimur útgáfum

Matcha orka í tveimur útgáfum

Ég er með algjört æði fyrir matcha!

Ef þú glímir við orkuleysi eða streitu er matcha te-ið eitthvað sem þú vilt kynna þér betur!

Ég deili með þér matcha í tveimur útgáfum í dag. Bæði heitt Matcha latte og kæld matcha 'kærleiksorka' með dásamlegu hindberjakremi sem gefur meiri fyllingu!

Næringarríkir drykkir eins þessir eru tilvaldnir til að koma þér af stað í breyttu mataræði og er það eitthvað sem konur og karlar skráð í Nýtt líf og Ný þú þjálfun eru farin að útbúa í upphitun fyrir þjálfun sem hefst nú í september! Smelltu hér til að tryggja þér lykilfæðunna sem þau bæta við fyrir meiri orku og minni sykurlöngun ásamt uppskriftum í ókeypis leiðarvísi! 

Matcha er japanskt grænt te í duftformi og gríðarlega ríkt af andoxunarefnum.  Matcha er sagt kvíðastillandi, bólgueyðandi og eflandi fyrir orku, einbeitingu og brennslu.

DSC_4712

Ég verð að játa að ég var aldrei hrifin af matcha áður fyrr en ég fór síðan að virkilega að fikra mig áfram með teið og úr urðu þessar uppskriftir. Það verður að vera einhver sæta til staðar og nota ég hlynsíróp í stað sykurs. Sjálfsagt er að nota stevíu eða kókospálmanektar í staðinn, en það eru báðir góðir staðgenglar sykurs og hækka blóðsykurinn síður.

Ég nota matcha sett með bambus písk og skeið frá energy matcha sem frá Maí verslun. Einnig má nota hefðbundna skál og písk til að blanda, þó fylgir ákveðin stemmning að nota ekta matcha sett.

Afar einfalt er að gera matcha. Byrjað er á því að sjóða vatn og hræra matcha duftið samanvið ásamt hlynsírópi

DSC_4725

Næst er kókosmjólk (flóuð) og hellt yfir.

DSC_4773

Hér má listamaðurinn í okkur öllum koma fram og hægt að leika sér með munstur.

DSC_4847

Matcha latte í tveimur útgáfum

4 innihaldsefni og 5 mínútur í undirbúning! Hið fullkomna orkuskot í morgunsárið!

Heitt Matcha latte

1/2 tsk matchaduft

1 msk heitt vatn

2 msk hlynsíróp

1 bolli kókosmjólk hituð (ég nota frá coop en einnig má nota kasjúhnetumjólk frá rebelkitchen, bæði fæst í nettó)

Karamellulatte:

½ tsk maca (ég nota frá rainforest sem fæst í nettó)

½ tsk lucuma

½ tsk vanilludropar

10-15 dropar stevia með karamellubragði frá good good brand

1 tsk MCT olía

1. Byrjið á að sjóða vatn.

2. Hrærið næst ½ tsk af matcha dufti samanvið 1 msk af heitu vatninu þangað til blandan er kekkjalaus. Bætið hlynsírópi við og ef þið ætlið að gera karamellulatte má bæta því við hér. Einnig má nota hefðbundinn písk til að blanda.

3. Flóið kókosmjólkina í potti. Einnig er hægt að nota mjókurflóunarkönnu sem fylgir espressó vélum eða nota mjólkurfreyðara ef þið viljið sérstaklega fallega og mikla froðu.  

4. Hellið matcha duftinu í bolla og flóuðu kókosmjólkinni yfir.

DSC_5953 copy

Matcha kærleikur með hindberjakremi

Ef þið eruð hrifnari af kældum drykkjum eða viljið aðeins meiri fyllingu í morgunsárið er matcha kærleikur minn með hindberjakremi upplagður. Ég geri þennan stundum og geymi í sætum krukkum sem ég get gripið með mér í gegnum vikuna.  En þennan er fljótlegri að útbúa og geymist hann mjög vel í kæli.

Matcha kærleikurinn er því góður fyrir æfingu eða þá daga sem þú vilt gera þér vel!  Þar sem Matcha inniheldur koffín mæli ég ekki með að fá þér það seint á daginn.

Uppskriftina má finna HÉR í ókeypis leiðarvísinum!

Ásamt ráða og uppskrifta í þessum leiðarvísir er hægt að sjá nánari upplýsingar um Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem fer rétt að hefjast!

Ég er gríðarlega spennt að hefja Nýtt líf og Ný þú þjálfun og skemtilegur hópur þegar skráðir! Þjálfunin hefur  breytt lífi mínu og hundruðum annarra til hins betra! Þeir sem lokið hafa þjálfuninni taka við breyttum lífsstíl, sátt í eigin skinni, orkuríki og verkjaminna lífi og allsherjar vellíðan. Ef það er eitthvað sem þú þráir fyrir þig mæli ég með að smella hér og kynna þér málið, enda er þjálfunin aðeins árlega!

Góð heilsa er ómetanleg og er það á okkar eigin ábyrgð að hugsa vel um líkaman sem við höfum fengið og ég þrái að fá að sjá þig og aðra lifa lífi sínu til fulls.

Lærðu meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér!

Heilsa og hamingja,
jmsignature