Fara í efni

Kamillu te er þekkt fyrir að vera róandi en hefur einnig aðra góða kosti

Kamillu te er oft drukkið á kvöldin fyrir svefn því það á að róa mann niður og þú sefur betur fyrir vikið.
Kamillu te
Kamillu te

Kamillu te er oft drukkið á kvöldin fyrir svefn því það á að róa mann niður og þú sefur betur fyrir vikið.

Þeir sem þurfa að berjast við svefnleysi ættu að prufa að drekka kamillu te á kvöldin, það gefur betir nætursvefn því það róar hugann og er einnig gott við kvíða.

Kamillu te er einnig gott fyrir meltinguna. Það róar magann og getur hjálpað þeim sem eru með magasár og magakrampa.

Kamillu te er einnig þekkt fyrir að hjálpa til við kæfisvefn og astma. Það róar þig einnig ef þú ert kvíðinn eða færð kvíðaköst. Það róar niður túrverki og vöðvakrampa og getur dregið úr verkjum sem mígreniköst orsaka.

Í kamillu te er einnig efni sem að á að ná niður bólgum og er því afar gott að drekka það til að ná niður bólgum sem tengjast liðagigt, vefjagigt og öðrum sjálfsónæmissjúkdómum.

Kamillu te er gott fyrir lifrina og nýrun því það örvar virki þeirra.

Kamillu te vinnur á bakteríum og sveppasýkingum og er því afar gott til að ná úr þér kvefi, flensu, sýkingum og Candida sveppasýkingum.

Kamillu te er mjög gott fyrir börn því það róar þau niður t.d við tanntöku. Einnig má nota það til að róa niður kláða vegna hlaupabólu, exems og sólbruna.

Þú getur sett kalda kamillu tepoka á augun til að draga úr baugum.

Oft eru kamillu og piparmyntu te blandað saman fyrir virki þeirra til að róa líkamann.

Ófrískar konur ættu ekki að drekka kamillu te því jurtirnar í því geta örvað legið.