Fara í efni

Heilsudrykkir Hildar

Á dögunum kom út bókin Heilsudrykkir Hildar. Bókin sem eins og nafnið gefur til kynna inniheldur 50 uppskriftir af einföldum og bragðgóðum heilsudrykkjum við allra hæfi.
Heilsudrykkir Hildar
Heilsudrykkir Hildar

Á dögunum kom út bókin Heilsudrykkir Hildar. Bókin sem eins og nafnið gefur til kynna inniheldur 50 uppskriftir af einföldum og bragðgóðum heilsudrykkjum við allra hæfi.

Höfundur bókarinnar leitast við að hafa hráefnið í uppskriftirnar aðgengilegt og ódýrt og um leið bragðgott og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Bókinni er skipt upp í flokka eftir uppskriftum; möndlu- og hnetudrykkir, grænir drykkir osfrv. Hverri uppskrift fylgir næringarinnihalda auk þess sem fallegar litmyndir af drykkjum bókarinnar gleðja augað.

Hildur er lífeindafræðingur að mennt og hefur alla tíð haft áhuga á heilsu og næringu og því hvernig næringarefnin vinna saman í líkamanum.

Allar uppskriftir bókarinnar eru eftir hana auk þess sem hún tók myndirnar sjálf. 

Hildur heldur úti heimasíðuna www.heilsudrykkir.is og einnig Facebook síðuna Heilsudrykkir Hildar.