Fara í efni

Gula bomban

Þessi guli er sannkölluð bomba enda inniheldur hann ofurfæði eins og maca duft, chia fræ og gojiber - og ásamt turmeric kryddinu sem stundum er sagt að sé eitt af lækningarundrum náttúrunnar þá verður þetta algjört æði fyrir líkama og sál.
Gula bomban - smoothie
Gula bomban - smoothie

Gula bomban 

Innihald:

2 frosnir bananar

2 msk macaduft

2 msk chiafræ

½ - 1 tsk turmeric krydd

1 mangó

1 bolli kókosvatn (eða venjulegt vatn) 

Aðferð:

Allt sett í blender.

Skreytt með gojiberjum og mórberjum.

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns