Fara í efni

Grænn vanillu og lime smoothie

Þessi er sætur og svalandi og pakkaður af góðri næringu.
Súper góður smoothie
Súper góður smoothie

Þessi er sætur og svalandi og pakkaður af góðri næringu.

Hráefni:

½ bolli af vanillu jógúrt

1 bolli af spínat ferskum – troðið eins miklu og kemst í bollann

2 tsk af hunangi

½ banana, bestur ef hann er frosinn

2 msk af ferskum lime safa

½ tsk af vanilla

½ bolli af mjólk eða kókósmjólk

½ - 1 bolli af ís

Leiðbeiningar:

Settu allt hráefnið fyrir utan ísinn í blandarann og láttu hrærast vel saman. Settu svo ísinn út í og láttu blandast betur.

Helltu þessum gæða drykk í glas og berðu fram með röri.

Njótið~