Fara í efni

Bestu tímarnir til að drekka vatn yfir sólarhringinn

Hvað finnst þér um að drekka vatn?
Vatn er besti hollustudrykkur sem völ er á
Vatn er besti hollustudrykkur sem völ er á

Hvað finnst þér um að drekka vatn?

Flestir drekka eitthvað af vatni á hverjum degi. Þó svo þú sért ekki að drekka hreint vatn að þá er vatn í drykkjum eins og te og kaffi og í mat eins og súpum og fleiru.

Vissir þú það að drekka vatn getur bjargað lífum? Hreint og ferskt vatn hjálpar líkamanum að “vinna” rétt og passar þar að leiðandi upp á heilsuna.

Langar þig til að drekka meira af vatni en þú gerir? Prufaðu að fara eftir þessum ráðleggingum hér að neðan.

1.    Byrjaðu daginn á að drekka vatn

Ímyndaðu þér að ganga inn í dimmt herbergi og þú ert að leita að einhverju. Mögulega rekur þú þig í eitthvað og jafnvel dettur um húsgagn nema þú kveikir ljósið. Eða ef þú startar bílnum í afar köldu veðri og ætlar að æða strax af stað án þess að leyfa bílnum að hitna aðeins. Bæði þessi atvik geta leitt af sér vandamál eða slys.

Það sama á við um líkmann. Án vatns til að vekja líkamann á hverjum degi þá ertu eiginlega að hökta á tómum tanki, sérstaklega ef þú borðar ekki morgunmat.

Fáðu þér glas af vatni strax og þú vaknar á morgnana til að vekja líkamann.

2.    Drekktu vatn fyrir hverja máltíð

Að drekka vatn fyrir máltíðir fær þig til að verða södd fyrr. Vatn hjálpar maganum að undirbúa sig fyrir matinn sem er á leiðinni og vatnið vekur bragðlaukana.

3.    Drekktu vatn með millibitanum

Á milli máltíða eða ef þér finnst þú vera svöng prufaðu að fá þér vatn áður en þú færð þér eitthvað að narta í. Líkaminn gæti bara verið að kalla á vatn. Fólk heldur oft að það sé svangt þegar það er í raun bara þyrst.

Einnig ef þú ert að fara út í búð, ekki fara með tóman magann. Fáðu þér vatnsglas. Þá ertu ekki að kaupa einhvern bölvaðan óþarfa í búðinni.

4.    Drekktu vatn áður en þú fer að æfa eða hreyfa þig

Hvort sem það er heitt, rakt eða hversu langt það er síðan þú fékkst þér glas af vatni síðast að þá gætir þú þurft eitt eða fleiri glös af vatni áður en þú byrjar æfingu.

5.    Drekktu vatn eftir æfingu

Eftir góða æfingu þá þarftu að drekka vatn til að fylla aftur á tankinn. Alls ekki drekka of mikið of hratt því þú gætir fengið magakrampa. En vertu viss um að drekka nóg.

6.    Ef þú ert á lyfjum, drekktu vatn með þeim ef það má

Ef þú mátt drekka vatn með lyfjunum þínum þá skaltu gera það. Vatnið hjálpar lyfjunum að leysast upp og dreifast um líkamann.

7.    Drekktu nóg af vatni ef þú ert lasin

Þegar eða ef þú verður veik þá er afar gott að drekka nóg af vatni. Mælt er með 8 glösum á dag. Inní þetta má taka te drykkju því það inniheldur jú vatn.

8.    Drekktu vatn ef þú ert þreytt

Ertu þreytt og uppgefin? Langar þig að leggja þig í smá stund? Fáðu þér vatnsglas. Því vatn ferðast hratt um líkamann og nær til heilans afar fljótt og þú hressist öll við.

En hvenær á ekki að drekka vatn?

Ef þér leiðist að vakna á nóttunni til að pissa skaltu ekki drekka neitt um tveimur tímum fyrir svefntíma og pissa áður en þú ferð að sofa.

Það er gott að hafa vatnsglas á náttborðinu ef þú skyldir vakna upp og ert þyrst en hafðu þá í huga að þú gætir vaknað fyrir allar aldir af því þú þarft að pissa.

Heimild: fhfn.org