Fara í efni

Grunnur að morgungraut

Einfalt en rosalega holt og líka gott.
Svo er bara að biða til morguns.
Svo er bara að biða til morguns.

Innihald: / 1-2 dl tröllahafrar (e.t.v. glútenlausir) / 1/2 dl chiafræ / möndlumjólk (helst heimagerð) / kanill / vanilluduft / salt.

  1. Setjið allt saman í skál og látið liggja í bleyti helst yfir nótt. Mjólkin á rétt að fljóta yfir.

Ég geri mér stundum svona morgunmat. Hægt er að leika sér fram og tilbaka með því að bæta við ávöxtum og alls kyns fræjum en þetta er amk. grunnurinn.

Hann er ekki tilbúinn hér á myndinni heldur tilbúinn í ísskápinn fyrir nóttina.

Efni: Valdís Sigurgeirsdóttir, www.ljomandi.is - Svo ljómandi gott…