Fara í efni

Möndluaioli

Þetta er öðruvísi og afar bragðgott.
Þetta er eitthvað sem maður smakar ekki oft
Þetta er eitthvað sem maður smakar ekki oft

Smá tvist á aioli, afar bragðgott og við mælum með að þið prufið þessa uppskrift. 

 

Hráefni :

200 g brauð 
100 g möndlur 
4 stk. hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar 
2 stk. eggjarauður 
2 stk. sítrónur, safinn 
300 ml ólífuolía 
maldon salt
 

Leiðbeiningar: 

Leggið brauðið í bleyti í smástund, kreistið vel og setjið í mortél ásamt möndlum og hvítlauk. Merjið vel saman og bætið eggjarauðum og salti saman við. Hellið ólífuolíu mjög gætilega saman við, í smáum skömmtum, þar til komið er þykkt aioli.

Kryddið með sítrónusafa.