Fara í efni

Ef þú ert hrifin af Aioli þá skaltu prufa þetta – Avókadó Aioli

Í staðin fyrir egg þá er notað avókadó í þetta Aioli.
Ef þú ert hrifin af Aioli þá skaltu prufa þetta – Avókadó Aioli

Í staðin fyrir egg þá er notað avókadó í þetta Aioli.

Alveg afbragðs gott og æðislegt fyrir þá sem ekki vilja eða þola illa egg.

Uppskrift eru c.a 32 skammtar.

Hráefni:

½ bolli af avókadó olíu

½ bolli af extra virgin ólífuolíu

1 þroskað avókadó – hreinsað og tekið úr hýðinu

2 hvítlauks geirar

4 kóríander greinar

1 grein af steinselju

Kjöt og safi úr 2 sítrónum

Safi úr 2 lime

2 msk af hvítvíns ediki

Sjávar salt og ferskur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Blandið saman avókadó olíunni og ólífuolíunni í mæliglas/könnu sem er með stút.

Í blandara skal setja avókadó, hvítlauk, kóríanderlaufin, steinseljulauf, kjöt og safa af sítrónu og lime safa, edikið og vel af salti og pipar.

Látið blandast afar vel saman. Hreinsið hliðar á blandaranum öðru hvoru svo allt sé nú í góðu lagi.

Á meðan blandarinn er í gangi þá skal hella hægt og rólega saman við olíu blöndunni og láta hana ná að blandast vel saman við hráefnið sem var þegar í blandaranum.

Kryddið svo með salti og pipar eftir smekk.

Gaman að bjóða upp á nýstárlegt Aioli í skemmtilegum félagsskap.

Njótið vel!