Fara í efni

Lummur með hafragraut

Hefur þú prufað að baka lummur með hafragraut? Hér er frábær uppskrift sem við mælum með að allir prufi. Alveg meinhollt og fyllir magann.
Lummur með hafragraut
Lummur með hafragraut

Hefur þú prufað að baka lummur með hafragraut? Hér er frábær uppskrift sem við mælum með að allir prufi. Alveg meinhollt og fyllir magann.

Gott í morgunmatinn.

 

 

 

 

Hráefni:

3 dl KORNAX heilhveiti

4 msk  Hunang

3 tsk vínsteinslyftiduft

½  tsk maldon salt

2 ½  dl hafragrautur

4 msk kókosolía

2 Egg 

1 ½  dl  kókosmjólk

Leiðbeiningar:

Allt sett saman í skál og hrært, deigið á að vera í þykkara lagi.

Steikist á tefflon pönnu.