Fara í efni

Hvítlauksbrauð með blómkálsívafi – algjör snilld

Hvítlauksbrauð með blómkálsívafi – algjör snilld

Þetta blómkálshvítlauksbrauð er algjör snilld. Þú toppar það með smjöri og ferskum hvítlauk og berð fram með uppáhalds pastanu þínu.

Uppskrift er fyrir 4.

Hráefni:

3 bollar af blómkáli sem búið er að þeyta í matarvinnsluvél – hafa blómkálið ferskt.

2 stór egg

½ bolli af rifnum parmesa osti

½ tsk af hvítlauksdufti

4 msk af möndluhveiti

½ tsk af lyftidufti

Hráefni í hvítlaukssmjörið:

4 hvítlauksgeirar- kremja þá

2 msk af hreinu smjöri

2 msk af ólífuolíu

2 tsk af saxaðri steinselju

3 msk af parmesan osti

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 250 gráður.

Setjið bökunarpappír á plötu.

Takið stóra skál og blandið saman í hana blómkáli, eggjum, ostinum, hvítlauksdufti, möndluhveiti og lyftiduftinu. Hrærið vel saman með stórri skeið.

Hellið nú blómkálsdeiginu á bökunarplötuna ofan á bökunarpappírinn.

Notið spaða til að jafna deigið út, það má vera oval eða ferkantað. Þú ræður þykkt og stærð svona næstum.

Setjið nú plötuna í ofninn og látið bakast í um 25 mínútur eða þar til brúnir eru orðnar gulbrúnar og efstalagið gyllt.

Þegar brauðið er tilbúið þá ætti það að renna af bökunarpappírnum mjög auðveldlega.

Takið núna smjör, olíu og hvítlaukinn og setjið í lítinn pott og látið hitna á eldavélinni þar til smjörið er bráðnað.

Notið bursta og burstið þessari blöndu yfir allt brauðið. Verið viss um að allur hvítlaukurinn dreifist yfir brauðið.

Dreifið nú um 1 tsk af steinselju yfir allt saman og svo parmesa ostinum.

Látið nú brauðið aftur í ofninn í um 5 mínútur. Brúnirnar eiga að vera stökkar.

Njótið vel!

HÉR má finna þessa uppskrift á netinu.