Fara í efni

Gróft maísbrauð (gerlaust)

skemmtilegt brauð sem er aðeins sætt á bragðið, mjög gott nýbakað með reyktum lax og öðru reyktu áleggi.
Gróft maísbrauð (gerlaust)

Gróft maísbrauð (gerlaust)

100 g heilhveiti

50 g hveiti

80 g maismjöl

2 ½ tsk lyftiduft

½ tsk salt

50 ml hlynsíróp

50 ml vatn (gott er að nota safan af niðursoðnum maisbaunum á móti vatninu,, samanlagt 50 ml)

70 g olía

2 egg

3 msk maiskorn (niðursoðin)

Aðferð:

Öll þurrefnin sett saman í hrærivélarskál og blandað létt saman, þá er sírópinu,vatninu, eggjunum og olían bætt útí og hnoðað vel saman, þá eru baunirnar settar útí í tvo þrjá síðustu snúningana í vélinni, deigið sett í vel smurt form og bakað við 220°c í 25 mín þar til gullinbrúnt og kominn fín skorpa.