Fara í efni

Dásemdar súkkulaði bananabrauð sem óhætt er að mæla með

Hvað er betra en gott bananabrauð?
Dásemdar súkkulaði bananabrauð sem óhætt er að mæla með

Hvað er betra en gott bananabrauð?

Jú, súkkulaði bananabrauð!

Bananar og súkkulaði smellpassa náttúrulega saman.

Flestir kannast við það að vera með banana í eldhúsinu sem liggja undir skemmdum  – og þá er auðvitað tilvalið að henda í eitt stykki gott bananabrauð.

Og það er svo sannarlega óhætt að mæla með þessari uppskrift hér.

Það sem þarf

1 bolla hveiti

½ bolla kakó

1 tsk matarsódi

½ tsk lyftiduft

½ tsk salt

¾ bolli púðursykur

2 egg

½ bolli smör, við stofuhita

3 – 4 vel þroskaðir bananar (um 300 gr)

120 gr súkkulaðidropar/súkkulaðibitar

1 stk vanilludropar

Til skreytingar

súkkulaðidropar/bitar

Aðferð

Hitið ofninn að 180 gráðum.

Takið form (23x13cm) og smyrjið lítillega með olíu eða smjöri. Og setjið bökunarpappír í botninn og út í hliðarnar í forminu svo auðvelt sé að lyfta brauðinu upp úr forminu.

Blandið hveiti, kakó, salti, matarsóda og lyftidufti saman í skál.

Setjið bananana í aðra skál og stappið þá vel saman með gaffli.

Takið smjör og sykur, setjið í skál og hrærið saman með handþeytara þar til blandan er orðin kremkennd. Bætið þá eggjunum við og blandið vel saman.

Látið vanilludropa og banana út í smjörblönduna og hrærið saman.

Bætið þá hveitiblöndunni varlega saman við.

Og að lokum er súkkulaðidropum bætt út í deigið.

Setjið deigið í formið og dreifið súkkulaðidropum yfir.

Bakið í 50 til 60 mínútur eða þar til tannstöngull/pinni kemur hreinn upp þegar stungið er í brauðið.

Takið brauðið út og látið kólna í forminu í svona 10 mínútur áður en það er tekið úr því. Látið síðan kólna alveg áður en það er skorið niður.

Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert . . . SJÁ MYNDBAND