Fara í efni

Dásamlegt og hollt brauð með Eplum, banana og kanil

Hvernig hljómar þetta, nýbakað brauð með eplum banana og kanil, volgt í morgunmatinn?
Dásamlegt og hollt brauð með Eplum, banana og kanil

Hvernig hljómar þetta, nýbakað brauð með eplum, banana og kanil, volgt í morgunmatinn?

Brauðið geymist í viku ef vel pakkað inn í plast eða í lofttæmdu boxi. og geymt í ísskáp.

Uppskrift gefur einn brauðhleif.

Hráefni:

2 bollar af heilhveiti eða glútenlausu hveiti

1 tsk af lyftidufti

½ tsk af matarsóda

1 ¼ tsk af kanil í dufti

¼ tsk af múskat í dufti

¼ tsk salt

½ msk af ósöltuðu smjöri eða fljótandi kókósolíu

2 stórar eggjahvítur

1 ½ tsk af vanillu extract

¼ bolli af hreinum grískum jógúrt

¾ bolli af stöppuðum banana

2 msk af hreinu maple sýrópi

¼ bolli af léttmjólk

1 1/3 bolli af eplum fínt niður skornum

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 220 gráður.

Smyrjið brauðform eða notið smjörpappír í það.

Takið meðal stóra skál og hrærið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, kanil, múskat og salti.

Í aðra skál skal hræra sama smjöri/olíu, eggjahvítum og vanillu.

Blandið svo saman við gríska jógúrtinu og passið, enga stóra kekki.

Setjið svo banana og maple sýrópið saman við og hrærið vel.

Takið hveiti blöndu og mjólk og blandið varlega saman við, hrærið vel.

Eplin fara síðast, hrærið þau létt saman við. Geymið ½ msk af eplunum.

Setjið nú deig í formið og þrýstið restinni af eplabitum efst.

Látið bakast við 220 gráður í 40-50 mínútur, passið að brauðið brenni ekki á toppnum. Brauð er tilbúið þegar prjónn kemur hreinn úr miðjunni.

Kælið í 10 mínútur áður en brauð er tekið varlega úr formi og látið kólna betur á grind.

Dásamlegt brauð hér tilbúið í morgunmatinn eða með kaffinu.

Njótið vel!