Fara í efni

Brauð eða bara brauðið

Þetta brauð er tær snild
Þetta brauð er tær snild

Þetta brauð er eitt af uppáhalds brauðunum okkar. Það er fljótlegt, æðislega gott og ekki hægt að fá leið á því.

Ef það er enn til á þriðja degi þá skellum við því í brauðristina og látum smjörið bráðna á heitu brauðinu áður en við setjum áleggið á.

Hráefni:

  • 2 dl tröllahafrar (eða venjulegir hafrar)
  • 5 dl Kornax hveiti
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl rúsínur
  • 1 dl hakkaðar heslihnétur
  • 2 tsk matarsóti
  • 1 tsk salt
  • 4 dl hrein jógúrt
  • 1/2 dl fljótandi hunang
  • 1/2 dl lingonsylt (fæst í Ikea)
 
 

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 190°.
Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrtinu, hunanginu og sultunni saman við.
Ég skelli þessu öllu í KitchenAid vélina og læt hana hræra þessu saman.

Degið er sett í smurt brauðform (fyrir ca. 1 1/2 líter) og bakað í neðri hluta ofnsins í 50-60 mínútur.

Njótið vel!