Fara í efni

Brauð frá Toskana

La Primavera brauðið góða
La Primavera brauðið góða
1 kg hveiti
250 ml vatn, mjög heitt
250 ml vatn, volgt
30 g fínt salt
40 g pressuger
ólífuolía

Þetta er brauð sem hefur líkað mjög vel á veitingastaðnum La Primavera í mörg ár. Til tilbreytingar er hægt að setja ólífur, sólþurrkaða tómata eða kryddjurtir í deigið. Setjið hveiti í skál, leysið gerið upp í volga vatninu og blandið saman við hveitið. Leysið saltið upp heita vatninu og setjið olíu saman við. Blandið saman við það sem komið er og hnoðið fyrst í skálinni og síðan á borði. Hnoðið vel í um 10 mín., eða þar til komið er meðfærilegt brauðdeig. Setjið deigið aftur í skálina og breiðið stykki yfir. Látið deigið hefast á volgum stað í 1 klst. Sláið deigið niður, mótið fjórar bollur og setjið á hveitistráða bökunarplötu. Látið bollurnar hefast í 45 mín. á volgum stað. Bakið brauðin í forhituðum ofni í 25-30 mín, við 200°C.