Fara í efni

Hvað veist þú um Vínberið ?

Vínber leyna á sér. Þessi litu sætu og safaríku ber eru full af næringu. Vínber hafa verið borðuð síðan löngu fyrir krist. Kannast ekki allir við mynd af Sesar keisara með vínberjaklasa yfir munni sér ?
Dásamleg vínber
Dásamleg vínber

Vínber leyna á sér. Þessi litu sætu og safaríku ber eru full af næringu. Vínber hafa verið borðuð síðan löngu fyrir krist.

Kannast ekki allir við mynd af Sesar keisara með vínberjaklasa yfir munni sér ?

Vínber eru rík af A, C og B-vítamínum. Einnig steinefnum eins og kalki, magnesíum, kopar, manganese, járni, selenium og kalíum (potassium).

Einnig eru vínber afar rík af karftmiklum andoxunarefnum sem heita bioflavonoids, resveratrol og anthocyanins. Þessi kraftmiklu efni eru bólgueyðandi, verjast vírusum, halda okkur unglegum og eru kraftmikil í baráttunni við krabbamein. Þau verja okkur gegn blóðleysi, hrörnunarsjúkdómum, hjartasjúkdómum, vírusum og sveppa sýkingum, alzheimer og öllum afbrigðum af krabbameini.

Vínber hjálpa einnig til við að létta á með þeim sem hafa astma, mígreni, harðlífi, bakflæði, meltingatruflanir, nýrnasjúkdóma, síþreytu og augnsjúkdóma.

Vínber hafa þann einstaka eiginleika að geta komið í veg fyrir blóðtappa því þau auka á magn nitric oxide í blóðinu.

Og það sem ótrúlegt er, er að vínber eru góð fyrir tennurnar, þau geta komið í veg fyrir tannstein og skemmdir.

Vínber eru afar góð fyrir blóðsykurinn því þau halda insúlíni í blóði á réttu róli.

Svört vínber eru þau allar hollustu sem þú getur fengið, og ef þú finnur þau með steinum þá er það enn betra.

Steinar úr vínberjum eru hollir og þá ætti  helst að borða í stað þess að taka hylki sem hægt er að kaupa út í búð. En í þessum hylkjum (töflum) eru malaðir vínberjasteinar.

Ef þú vilt ekki borða þau þá skaltu geyma þau og blanda þeim saman við djúsinn þinn eða boostið. Þá ertu nefnilega komin með afar öflugan andoxunar drykk sem er góður fyrir meltinguna.

Mundu svo þetta, aldrei taka hýðið af vínberi, hýðið geymir mesta magnið af andoxunarefnunum.

Fróðleikur frá Heilsutorg.is