Fara í efni

Dreka ávöxturinn er fróðlegur og meinhollur (Dragon Fruit)

Dreka ávöxturinn (Hylocereus Polyrhizus) er frá mið-Ameríku og vex hann við aðstæður sem kallast hitabeltis-aðstæður. (Tropical Climate).
Dreka ávöxturinn er afar hollur
Dreka ávöxturinn er afar hollur

Dreka ávöxturinn (Hylocereus Polyrhizus) er frá mið-Ameríku og vex hann við aðstæður sem kallast hitabeltis-aðstæður. (Tropical Climate).

Ávinningur af því að neyta þessa ávaxtar er þekkt um allan heim. Þó kannski ekki vel hérna á Íslandi og þess vegna ætla ég að kynna ykkur fyrir þessum fallega og magnaða ávöxt.

Í fyrstalagi þá er hann stútfullur af andoxunarefnum sem verja líkamann gegn sindurefnum og frumubreytingum sem leitt gætu til krabbameins.

Dreka ávöxtur inniheldur einnig, B1, B2 og B3 vítamín. Einnig er ávöxturinn ríkur af C-vítamíni. Í 100 gr af Dreka ávöxt eru um 9 mg af C-vítamíni.

Hérna fyrir neðan eru frekari upplýsingar um Dreka ávöxtinn og hans dásemdir.

- Hann getur komið í veg fyrir sykursýki. Drekar ávöxtur hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn og hans ætti að neyta nokkrum sinnum í viku.

- Vinur hjartans. Öll þau B vítamín sem að ávöxturinn inniheldur ásamt C-vítamíninu að þá styrkir Drekar ávöxtur hjartað og er sérstaklega góður fyrir fólk sem stundar mikið af íþróttum.

- Vegna mikils magns af andoxunarefnum í Dreka ávextinum að þá hjálpar hann til við baraáttuna gegn ellikerlingu. Húðin nýtir sér þetta til hins ýtrasta og helst stinn lengur.

- Dreka ávöxtur styrkir bein og tennur. Hann er nefnilega fullur af kalki. Hann er líka talinn vera góður við gigt.

- Einn á dag og sjónin er í lagi. Fullur af A-vítamíni sem er mikilvægt fyrir sjónina.

- Húðin á þér mun einnig elska Dreka ávöxtinn. Blandaða ávextinum saman við vatn og berðu á andlitið á þér. Það virkar.

- Hann berst við frumubreytingar sem tengjast krabbameini því svo stútfullur er hann af andoxunarefnum að hann er að springa.

- Ertu alltaf að narta í eitthvað á milli mála? Fáðu þér Dreka ávöxt og þessi stöðuga tilfinning sem fær þig til að narta allan daginn í óhöllustu ættti að hverfa. Enda á ekki að vera að narta í sælgæti eða kökur milli mála.

Já, það er ekkert skrýtið að það fari gott orð af þessum ávexti. Ég er svo forvitin og fór keypti mér Dreka ávöxt og hef notað hann í heilsudrykki og ég mæli með því að þið prufið.  (Hann fæst ekki allstaðar en ég fann hann í Kosti og hef séð hann í Nettó og Hagkaup.

Heimildir: healthdigezt.com