Fara í efni

Þetta eru megrunaraðferðir sem virka að sögn vísindamanna

Á hverjum degi heyrum við ýmislegt um ágæti hinna fjölbreytilegustu megrunarkúra, allt frá prótínríku fæði til fitulítils fæðis, þá sem telja hitaeiningar og þá sem drekka grennandi drykki. Með öllu þessu er okkur lofað að kílóin fjúki út í veður og vind. En ef þú átt samt sem áður í erfiðleikum með að losna við kílóin eða halda þeim í burtu þá er hjálpin kannski nærri.
Ansi áhugavert frá Pressan.is/Veröldin
Ansi áhugavert frá Pressan.is/Veröldin

Á hverjum degi heyrum við ýmislegt um ágæti hinna fjölbreytilegustu megrunarkúra, allt frá prótínríku fæði til fitulítils fæðis, þá sem telja hitaeiningar og þá sem drekka grennandi drykki.

Með öllu þessu er okkur lofað að kílóin fjúki út í veður og vind. En ef þú átt samt sem áður í erfiðleikum með að losna við kílóin eða halda þeim í burtu þá er hjálpin kannski nærri.

 

Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið út hvaða megrunaraðferðir eru líklegastar til að bera árangur og halda kílóunum í burtu til langs tíma. Þeir segja að mjög fáar þeirra vinsælu og oft rándýru megrunaraðferða sem mest eru í umræðunni hafi traust gögn sem sýni fram á árangur þeirra. Staðreyndin sé að mjög fáar megrunaraðferðir hafi sýnt fram á að fólk léttist meira við að fylgja þeim en ekki.

 Sumar skili ekki betri árangri en þegar fólk sér sjálft um aðhald sitt í mataræði eða fái upplýsingar annarsstaðar frá og sumar þessara megrunaraðferða geta, að sögn vísindamannanna, verið hættulegar heilsu fólks og fáar hafi sýnt sig að geta haldið kílóunum frá til frambúðar.

Vísindamennirnir, sem starfa við John Hopkins háskólann, segja að megrunaraðferðir eins og Atkins-kúrinn, Jenny Craig og NutriSystem virðist bera árangur ef miðað er við niðurstöður langtímarannsókna. Vísindamennirnir fóru yfir niðurstöður 4.200 rannsókna á hinum ýmsu megrunaraðferðum en aðeins nokkrar þeirra stóðust vísindalegar kröfur um framkvæmd. Þeir fóru því aðeins ofan í kjölinn á 11 rannsóknum sem uppfylltu vísindaleg skilyrði um framkvæmd.

Miðað við niðurstöður rannsóknanna þá léttust þeir sem fylgdu Jenny Craig og Weight Watchers meira en þeir sem ekki fylgdu þessum megrunaraðferðum. Þeir sem notuðu NutriSystem aðferðina léttust meira fyrstu þrjá mánuðina en þeir sem ekki fylgdu henni en ekki fundust gögn um áhrif hennar til lengri tíma að sögn Daily Mail.

Þeir sem fylgdu mataræði sem felur í sér mjög litla inntöku hitaeininga léttist meira en flestir aðrir á fyrstu fjórum til sex mánuðunum en í niðurstöðu einnar langtímarannsóknar kom fram að ekki væri að sjá að þessi aðferð gagnist þegar búið er að fylgja henni í 12 mánuði. Þessu mataræði fylgja einnig ákveðnir áhættuþættir eins og gallsteinar að sögn vísindamannanna.

Þá kom Atkins-kúrinn vel út, mikil fituneysla en lítil kolvetnaneysla, og virtist hann stuðla að meira þyngdartapi eftir 6 og 12 mánuði en ef fólk fékk aðeins ráðleggingar um mataræði.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Annals of Internal Medicine. Höfundarnir segja að þörf sé á frekari rannsóknum á þessu til að hægt sé að dæma betur um áhrif hinna mismunandi megrunaraðferða.

 

Tengt efni: