Fara í efni

Gefðu húðinni raka innan frá

Húðin er stærsta líffærið í líkamanum en hún er einnig það líffæri sem er síðast til að fá næringu.
Gefðu húðinni raka innan frá
Gefðu húðinni raka innan frá

Húðin er stærsta líffærið í líkamanum en hún er einnig það líffæri sem er síðast til að fá næringu.

Þannig að, ef húðin þín er dásamleg og glóandi þá þýðir það að þú ert í góðum málum að innan.

Hinsvegar þá er afar algengt fyrir húðina að ganga í gengum ferli þar sem hún lítur ekkert sérlega vel út. Tengist það að mestu mataræðinu, hormónunum og umhverfinu.

Eitt sem við vitum með vissu er, að það sem þú lætur inn fyrir varir þínar skiptir máli, einnig hvað þú ert að bera á líkamann. Mikið af húðkremum og slíku sem lofa að fylla húðin af raka gera ekkert annað en að þurrka hana upp.

Næst þegar þú ætlar að teygja þig í húðkrem skaltu hafa þetta hérna að neðan í huga.

Matur sem nærir og gefur húðinni raka innan frá:

Gúrkan

Það er afar gott að bæta slatta af gúrku ef þú ert að búa þér til djús í djúsaranum þínum. Bættu einnig vel af gúrku í salatið þitt og borðaðu hana sem snakk. Í gúrkunni er silica en það efni eflir raka og teygjanleika.

Sellerí

Er enn annað hráefni sem bæta skal í djúsarann ef þú ætlar að gera þér drykk sem nærir húðina innan frá. Í sellerí er líka silica.

Chia fræ

Þessi frægu og hollu fræ eru afar rík af omega-3 og matur sem er ríkur af omega-3 fitusýrum dregur úr rakalosun í húðfrumum.

Aloe vera

Þessi jurt er ekki bara góð að bera á húðina, hún er einnig góð til að næra húðina innanfrá. Settu bita af aloe vera í boostið þitt. Alls ekki mikið samt því þá er drykkurinn beiskur á bragðið.

Vatnið já vatnið

Þetta er auðvitað augljóst. En það þarf stundum að minna á það sem er augljóst. Líkaminn er rúmlega 60% vatn. Fyrir líkamann að vinna vel og virka rétt þá þarf hann vatn og nóg af því. Best er að byrja daginn á stóru góðu vatnsglasi á fastandi maga og ekki er verra ef það er sítróna saman við.

Avokadó

Enn einn dásemdin sem er rík af omega-3 fitusýrum. Avokadó er stundum kallaður „true beauty food“.

Vatnsmelónan

Allir ávextir og grænmeti eru afar hollir og góðir fyrir þig og húðina, en melónur eru afar rakagefandi, sérstaklega vatnsmelónan því hún er að mestu vatn.

Hvaða mat bætir þú í þitt mataræði til að viðhalda réttum raka í líkamanum?

Mátt endilega segja okkur frá því í kommenti hér fyrir neðan.

Heimild: foodmatters.tv