Fara í efni

Ferskar íslenskar kryddjurtir

Notagildi og ráð.
Ferskar íslenskar kryddjurtir

Notagildi og ráð.


Ferskar kryddjurtir má nota í miklu magni og njóta afgerandi ilmsins og bragðsins.

Aldrei er hægt að ofnota ferskar jurtir í matargerðina og þær lyfta upp máltíðunum hvort sem er hversdagsréttir eða á veisluborðinu.

Notum þær óspart í matinn til að fríska upp á útlit,ilm og bragð.

Þumalfingursregla er að nota harðgerðari jurtir í langtímaeldaða rétti og þær má setja með stilkunum í upphafi eldunartímans . Til dæmis í pottrétti, kartöflur í ofni, með steikum ofl. Harðgerðari jurtir eru: Timían, Rósmarín, Majoram. Einnig að hreinsa af stilkunum og saxa fínt og bæta í réttina í lokin.

Allar jurtir má nota beint á rétti og saxa t.d. fínt og strá yfir fisk, kjöt, salat eða blanda í kaldar sósur.

Sjá meiri upplýsingar um kryddjurtir hér: 

Jólamaturinn og ferskar íslenskar kryddjurtir

Hefðbundinn jólamatur er ómissandi á veisluborðið en er oft á tíðum þungur. Til að fríska upp og létta yfirbragðið á veisluborðinu og gleðja bæði augað og magann er tilvalið  að bæta ferskum jurtum í t.d. síldarrétti, kartöflusalöt og reyktan og grafinn lax. Eða að lyfta fersku salati upp á næsta stig með því að blanda ferskum jurtum í.

Dill er falleg og bragðgóð jurt sem nýtur mikilla vinsælda hjá nágrönnum okkar í Skandinavíu og ekki að ástæðulausu. Grafinn lax nýtur dillsins sem hann er kryddaður með en með því að bæta fersku dilli á hann við framreiðsluna náum við að fríska og fegra réttinn til.

Dill er einnig tilvalið með soðnum  kartöflum og síld.

Graslaukur er falleg jurt með mildum og þægilegum lauk keim sem er afar gott að nota í salöt ss kartöflusalöt og ferskt salöt. Fínsaxaður í kaldar sósur og með fiski. Í eggjahræru og með reyktum laxi.

Kryddjurtasalat er frábært með fiskréttum og ýmsum smáréttum, gröfnum fiski og kjöti.  Búið til einfalda bragðsprengju með því að rífa stilka af dilli og  steinselju og skerið ca 2-3 cm langa stilka af graslauk og blandið saman við fíntsaxað salat. Setjið slettu af góðri olíu og kreistið ögn af sítrónusafa yfir og blandið saman. Borðið strax. 

Höf:
Hafliði Halldórsson
Matreiðslumaður

Fróðleikur af vef islenskt.is