Fara í efni

Það þarf aðeins 2 hráefni í hollar og góðar ávaxtarúllur fyrir börnin

Vinsælast í nestis boxið hjá drengjunum mínum er ávaxta rúlla sem ég kaupi útí búð þar sem við búum. En það fer ansi mikið af þeim á þessum 5 skóladögum í hverri viku svo að ég lagðist smá rannsókna vinnu hvernig þetta væri gert og bjóst við hinu versta og að ég gæti valla gert þetta sjálf. En vitið menn og konur, þetta er sáraeinfalt, súper hollt fyrir börnin og einnig gott að taka með sér á íþróttaæfingar og keppnir.
Hollt og gott nesti fyrir alla fjölskylduna
Hollt og gott nesti fyrir alla fjölskylduna

Vinsælast í nestis boxið hjá drengjunum mínum er ávaxtarúlla sem ég kaupi útí búð þar sem við búum.  En það fer ansi mikið af þeim á þessum 5 skóladögum í hverri viku svo að ég lagðist smá rannsókna vinnu hvernig þetta væri gert og bjóst við hinu versta og að ég gæti valla gert þetta sjálf.  En vitið menn og konur, þetta er sáraeinfalt, súper hollt fyrir börnin og einnig gott að taka með sér á íþróttaæfingar og keppnir. 

 

 

Það sem þú þarft er uppáhalds ávaxtablanda þeirra, t.d jarðaber og bláber.  Eins má nýta sér það frosið, en ég mæli með að láta það þiðna fyrir baksturinn og matskeið af hunangi.

 

Hráefni:

3 bollar af jarðaberjum eða ávaxtablöndu

1 msk af hunangi

Aðferð:

Hitar ofninn  60-80 gráður. Setur ávextina og hunangið saman í blandara. Smjörpappír á bökunarplötu.  Dreifir jafnt yfir pappírinn og bakar í 3 klukkustundir eða þar til að ávextirnir eru ekki klístraðir við viðkomu.  Látið kolna í ofninum.  Klippið svo ávaxtarúlluna í þá breidd sem þið viljið hafa hana.  Hægt er að geyma í þetta í ísskáp í lokuðu íláti. Mælt er með að fylgjast vel með þessu því ekki viljum við að þetta brenni í ofninum. 

Kíktu á þetta myndband og sjáðu hvað þetta er auðvelt. 

 

Tengt efni: