Fara í efni

Svona er hægt að sofna á 1 mínútu með 4-7-8 öndunartækninni

Heitt bað virkaði ekki, flóuð mjólk virkaði ekki heldur og þú liggur andvaka í rúminu og veltir fyrir þér hvað geti virkað til að sofna. Nú segist bandarískur vísindamaður hafa fundið aðferð sem hjálpar fólki að sofna á aðeins einni mínútu og þetta krefst ekki lyfja eða ákveðinna birtuskilyrða
Svona er hægt að sofan á 1 mínútu
Svona er hægt að sofan á 1 mínútu

Heitt bað virkaði ekki, flóuð mjólk virkaði ekki heldur og þú liggur andvaka í rúminu og veltir fyrir þér hvað geti virkað til að sofna. Nú segist bandarískur vísindamaður hafa fundið aðferð sem hjálpar fólki að sofna á aðeins einni mínútu og þetta krefst ekki lyfja eða ákveðinna birtuskilyrða.  Hann nefnir aðferðina 4-7-8 öndunartæknina og lýsir henni sem róandi fyrir taugakerfið og að hún dragi úr spennu í líkamanum.

 

 

Það er Dr Andrew Weill sem þróaði þessa aðferð og á YouTube rás sinni segir hann að aðferðin sé mjög einföld, fljótleg, það þurfi engan búnað til að nota hana og að hana sé hægt að nota allsstaðar.

Það sem þarf að gera til nota aðferðina er að anda algjörlega frá sér í gegnum munninn, þannig að það heyrist að verið sé að anda frá sér. Loka munninum og draga andann hljóðlega að sér í gegnum nefið á meðan talið er upp að fjórum í huganum. Síðan á að halda andanum niðri á meðan talið er upp að sjö.

Því næst á að anda öllu lofti frá sér í gegnum munninn og láta aftur heyrast í sér í átta sekúndur, þetta á að gerast í einum stórum andardrætti. Því næst á að draga andanna aftur að sér og endurtaka þennan hring fjórum sinnum.

Weil leggur áherslu á að fólk á að draga andann hljóðlega að sér en anda frá sér með hljóðum og að tungubroddurinn sé á sama stað allan tímann. Útöndunin tekur tvisvar sinnum lengri tíma en innöndunin og ekki skiptir máli hversu langur tími er notaður á hvert stig aðferðarinnar, það er 4-7-8 hlutfallið sem skiptir máli.

Daily Mail segir að þessi tækni sé byggð á gamalli tækni frá indíánum en Weil segir að hún virki svo vel því hún hafi í för með sér að lungun fyllist betur af súrefni. Þetta aukamagn af súrefni geti haft róandi áhrif á sefkerfistaugakerfið og valdi því ákveðinni ró.

Weil mælir með að fólk æfi sig í notkun aðferðarinnar tvisvar á dag í sex til átta vikur og þá eigi það að geta sofnað, með hjálp öndunartækninnar, á aðeins einni mínútu.

 

Birt í samstarfi við

Tengt efni: