Fara í efni

Notum meira krydd og minna salt

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það hvaða krydd, kryddjurtir, grænmeti og annað hentar með hverri tegund kjöts, með fiski, eggjum, grænmeti og kartöflum. Tilvalið er að nota þessar tillögur að kryddum og að draga úr notkun á salti í staðinn.
Notum meira krydd og minna salt

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það hvaða krydd, kryddjurtir, grænmeti og annað hentar með hverri tegund kjöts, með fiski, eggjum, grænmeti og kartöflum. Tilvalið er að nota þessar tillögur að kryddum og að draga úr notkun á salti í staðinn. 

Nautakjöt: Lárviðarlauf, basil, hvítlaukur, laukur, steinselja, pipar, salvía, timjan, rósmarin.

Lambakjöt: Karrí, minta, laukur, timjan, pipar, rósmarín, estragon (tarragon).

Svínakjöt: Karrí, minta, laukur, pipar, rósmarín, salvía, negull, lárviðarlauf, sinnepsduft.

Kjúklingur: Laukur, engifer, paprika, karrí, pipar, salvía, timjan.

Fiskur: Timjan, dill, oregano, majoram, karrí, pipar, estragon (tarragon), edik, sítrónusafi.

Egg: Karrí, sinnepsduft, laukur, paprika, steinselja, pipar.

Grænmeti: Karrí, dill, engifer, minta, múskat, masi (reifarnar utan af múskat kjarna), laukur, steinselja, sítrónusafi, edik.

Kartöflur: Ósaltað smjör, dill, masi (reifarnar utan af múskat kjarna), steinselja, laukur, paprika, karrí, sinnepsduft