Fara í efni

Að halda hárinu þykku og fallegu

Að halda hárinu þykku og fallegu

Danski læknirinn og blaðamaðurinn Britta Weyer svarar spurningum hlustenda Danmarks Radio um ýmislegt sem varðar heilsufar.

Nýlega fékk hún spurningu frá konu um sjötugt, sem vildi vita hvað hún gæti gert til að forða því að hún missti of mikið hár. Hún sagði að vítamín og bætiefni virtust ekki hjálpa. Stutta svarið við þessu er „Til að halda hárinu þykku og fallegu fram eftir aldri, skiptir máli að genin séu góð“.

Það er erfitt að ráða bót á hækkandi aldri

Líf hársins á höfðinu skiptist í ákveðin skeið að sögn Brittu.  Vaxtarskeiðið sem varir í 2-6 ár. Yfirgangsskeiðið sem varir í nokkra mánuði. Eftir það kemur hvíldarskeiðið, en þá missir fólk hárið. Síðan byrjar allt uppá nýtt, nýtt hár byrjar að vaxa í hársekknum og sérstakar frumur valda því að það tekur ákveðinn lit. Síðan kemur að því að hársekkurinn er „búinn“ Þá byrjar hárið að þynnast og síðan missa menn það. Það gerist einnig í hársekknum að litafrumurnar klárast og fleiri og fleiri hár verða hvít. Það er erfitt að gera nokkuð í þessu, en það er misjafnt hvernær og hversu hratt þetta gerist hjá fólki. Það fer fyrst og fremst eftir genunum sem við berum.

Sjúkdómar geta valdið óeðlilegu hárlosi.

Menn missa á milli 50 og 100 hár á degi hverjum. Ef fólk missir allt í einu meira hár en vanalega og fer að sjá það á koddanum, eða í hárburstanum, eða niðurfallinu í baðinu, er ástæða til að finna orsökina eins hratt og mögulegt er og stöðva þannig hárlosið. Sumar tegundir af hárlosi eru viðvarandi, en aðrar tímabundnar þannig að hárið vex aftur. Efnaskiptasjúkdómar, sykursýki, ákveðnar sýkingar og sumir húðsjúkdómar, geta haft í för með sér hárlos. Það sama gildir um ýmsa aðra sjúkdóma og jafnvel hormónabreytingar. Þær geta haft áhrif á hárvöxtinn.

Lyf og járnskortur geta orsakað hárlos

Hárlos getur komið sem aukaverkun af lyfjum sem menn taka. En mikið stress, mikil megrun, slys eða skurðaðgerðir, geta valdið hárlosi. Stundum getur hárlosið komið eftir á. Þá gerist það að meira af hári fer yfir í yfirgangsskeið og hvíldarskeið. Að lokum má geta þess að járnskortur getur valdið hárlosi. Járnskortur getur orðið, ef fólk á erfitt með að vinna járn úr fæðunni, ef það missir mikið blóð eða vegna þess að það er of lítið af járni í fæðunni sem það borðar. Það er sjaldgæft að vítamínskortur valdi hárlosi. Það gerist eingöngu ef menn borða mjög einhliða fæðu, fara í stranga megrunarkúra, eiga erfitt með að borða af einhverjum ástæðum eða eru með sjúkdóma í þörmum sem koma í veg fyrir að líkaminn geti unnið eðlilega úr næringunni sem hann fær.

Hormónastarfsemin getur skipt máli

Hárlos vegna hormónabreytinga er oft ástæða þess að hárið þynnist hjá fullorðnum konum. Þá missa þær einkum hárið efst á höfðinu, þannig að það verður gisið og hárbotninn skín í gegn. Þetta stafar af því að karlhormón eyðileggur hársekkina, á sama hátt og gerist hjá körlum sem verða mjög þunnhærðir eða fá skalla. Konurnar sem verða fyrir þessu, eru ekki með óeðlilega mikið af karlhormónum í líkamanum, hársekkir þeirra eru bara sérstaklega viðkvæmir. Þetta getur gengið í erfðir og er býsna algengt. Það er hins vegar mismunandi hvenær þetta byrjar. Hjá sumum getur það gerst fljótlega eftir kynþroskaaldur, en hjá öðrum gerist þetta ekki fyrr en á breytingaskeiði.

Vitamín og bætiefni skipta nánast engu máli . . . LESA MEIRA