Fara í efni

Spearmint er sæt og mild jurt sem kemur skemmtilega á óvart

Spearmint er sæt og mild jurt sem er hlaðin vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.
græn og falleg Spearmint jurt
græn og falleg Spearmint jurt

Spearmint er sæt og mild jurt sem er hlaðin vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

Í Spearmint jurtinni má finna A,C og B-vítamín, beta carotene, járn, magnesíum, kalk, manganese og kalíum (potassium).

Spearmint er afar góð fyrir meltinguna og getur róað niður ógleði, hjálpað til við meltingatruflanir, magasár, andremmu og vindgang.

Spearmint hjápar einnig til við höfuðverki, hálsbólgu, þreytu og kvíða.

Hún er einnig afar góð fyrir blóðið og blóðrásina. Spearmint jurtina má einnig nota ef þú ert að grenna þig.

Spearmint er einnig gagnleg fyrir öndunarfærin og kvilla eins og bronkítis, astma og fleira.

Ef þú ert svo heppin að komast í ferska Spearmint jurt, prufaðu þá að nota nokkur lauf í boostið þitt eða salatið. Bragðið er dásamlegt og jurtin bætir enn frekari hollustu í boostið eða salatið með sínum steinefnum og andoxunarefnum.

Þurrkuð Spearmint lauf er hægt að kaupa í heilsubúðum og einnig á netinu.

Það má einnig búa til te úr Spearmint laufum og drekka bæði heitt eða kalt.

Fróðleikur frá Heilsutorg.is