Fara í efni

5 afar mikilvæg næringarefni sem ÞÚ hefur sennilega aldrei heyrt um

Flest allar konur vita hvað A-vítamín, kalk og járn eru. En þessi sem við ætlum að fræða þig um hér að neðan gætu verið næringarefni sem þú þekkir ekkert til.
Næringarefni-úr mat eða úr töflum?
Næringarefni-úr mat eða úr töflum?

Vantar eitthvað af þessum næringarefnum í þitt mataræði?

Flest allar konur vita hvað A-vítamín, kalk og járn eru. En þessi sem við ætlum að fræða þig um hér að neðan gætu verið næringarefni sem þú þekkir ekkert til.

Þó þau séu ekki rædd dagsdaglega að þá skipta þau miklu máli fyrir líkamann, orkuna okkar og svo margt fleira.

K- vítamín

Þetta vítamín hjálpar blóðinu og kemur reglu á nýtingu kalks í líkamanum. Konur þurfa um 90 micro grömm á dag og þau getur þú fengið úr grænu grænmeti eins og spínat og brokkólí.

Magnesíum

Skortur á magnesíum orsakar það að frumur líkamans geta ekki búið til orkuna sem við þurfum, vöðvar verða spenntir og ná ekki slökun og beinin eru ekki eins sterk og það sem meira er að 300 ensími sem hjálpa blóðinu, virka ekki sem skildi. Konur yngri en 30 ára þurfa 320mg á dag, eftir þrítugt fer þörfin aðeins ofar. Borðaðu baunir, hnetur og hafra.

Selenium

Þetta steinefni vinnur með E-vítamíninu og breytir sér í andoxunarefni sem berst við skemmdar frumur og sýkingar. Fullorðnir þurfa um 50 micro grömm á dag. Góður matur sem inniheldur selenium er t.d fiskur, lifur, kjúklingur og annað kjöt. Ef þú ert grænmetisæta þá nærðu því úr sveppum, sólblómafræjum eða brazil hnetum eða tekur það inn í töfluformi.

Choline

Frumur líkamans virka ekki eðlilega án þessa efnis. Það er ekki langt síðan það var uppgötvað og fer það í flokk með steinefnum. Það vinnur með fólín sýru (B9-vítamíni). Þetta er afar mikilvægt fyrir ófrískar konur. Einnig er talið að þetta næringarefni hafi góð áhrif á lifrasjúkdóma og taugasjúkdóma. Konur þurfa um 425 mg á dag en ófrískar konur og konur með barn á brjósti ættu að taka um 450 mg.  Best er að fá þetta efni úr eggjarauðu, mögru kjöti og pistasíuhnetum.

Cobalamin (B12-vítamín)

Þetta næringarefni vinnur einnig með fólín sýru og býr til rauðu blóðkornin okkar. Ráðlagður dagsskammtur er 2.4 micro grömm á dag. Þú nærð þessu efni úr t.d kjöti, fisk, kjúkling, eggjum og mjólkurvörum. Ef þú ert grænmetisæta eða vegan þá getur þú borðað All bran eða Silken tofu nú eða taka þetta inn í töfluformi.

Heimildir: womenshealthmag.com