Fara í efni

Miðjarðarhafsmataræðið

Konur á miðjum aldri sem hafa tekið upp miðjarðarhafsmataræðið geta lifað lengra og heilbrigðara lífi segir í nýlegri rannsókn.
Miðjarðarhafsmataræðið
Miðjarðarhafsmataræðið

Konur á miðjum aldri sem hafa tekið upp miðjarðarhafsmataræðið geta lifað lengra og heilbrigðara lífi segir í nýlegri rannsókn.

"Konur sem tileinka sér heilbrigðan lífsstíl á miðjum aldri eru 40% meira líklegri að ná yfir 70. aldurinn og jafnvel eldri". En þetta sagði Cecilia Samieri sem fór fyrir þessari rannsókn.

Þær konur sem borðuðu hollari mat, lifðu ekki bara lengur, þær hreinlega blómstruðu.

Þær voru líklegri til að sleppa við að fá langvarandi sjúkdóma, rýrnun á líkamlegri starfsemi, geðsjúkdóma og hugsun varð skýrari.

"Miðjarðarhafsmataræðið inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti, belgjurt, grófu korni og fisk. Það er minna af unnum kjötvörum og vín í hófi. Einnig eru olíur mikið notaðar.

Þó svo að þessi rannsókn hafi ekki tekið tillit til karlmanna, sagði Samieri að eldri rannsóknir á mataræði og að eldast á heilbrigðan máta að þá sé enginn munur á milli kynja.

Við vitum að heilbrigðari lífsstíll hjá konum og körlum verður að vana og þar af leiðandi lífsstíl sem er góður og allir ættu að tileinka sér.