Fara í efni

Matur sem á að forðast á meðgöngu

Það eru nokkrar fæðutegundir sem á að forðast á meðgöngu vegna þess að þær gætu orsakað veikindi hjá þér eða skaðað barnið sem þú berð undir belti.
Hvaða mat ber að forðast á meðgöngu?
Hvaða mat ber að forðast á meðgöngu?

Það eru nokkrar fæðutegundir sem á að forðast á meðgöngu vegna þess að þær gætu orsakað veikindi hjá þér eða skaðað barnið sem þú berð undir belti.

Vertu viss um að þekkja mikilvægar staðreyndir um þann mat sem þú átt að forðast.

Þessi grein er með afar góðar upplýsingar um þetta málefni.

 

 

 



Mjúkur ostur með hvítri skorpu er til dæmis ostur sem á að forðast, nema ef hann er eldaður

Ekki borða mygluosta en það eru þessir með hvítu skorpunnim ostar eins og brie og camenbert. Það er bara öruggt að borða þessa osta ef að þeir hafa verið eldaðir.

Mjúkur gráðostur er í lagi ef hann er eldaður 

Forðastu gráðosta eins og Danish blue og gorgonzola. Eins og með aðra osta að þá er í lagi að borða þessa ef þeir hafa verið eldaðir

Ostar sem að má borða á meðgöngu

Allir harðir ostar eru í lagi. Það er í lagi að borða osta eins og cheddar, parmesan og fleiri í þessum dúr. Harðir ostar innihalda ekki eins mikið vatn og þessir mjúku þannig að það er afar ólíklegt að bakteríur leynist í þeim.

Mjúkir ostar sem  er í lagi að borða:

  • Kotasæla
  • Mozzarella
  • Fetaost
  • Rjómaost
  • Ricotta
  • Geitaost

Pate og meðganga

Forðast skal allar tegundir af pate, einnig grænmetis pate því þau geta innihaldið listeria.

Forðastu hrá eða létt steikt og linsoðin egg.

Vertu alveg viss um að egg séu elduð í gegn til að koma í veg fyrir salmonellu sýkingar. Þó salmonella skaði ekki barnið sem þú berð undir belti að þá er matareitrun af hennar völdum afar slæm og orsakar mikil uppköst og niðurgang.

Hrátt eða lítið eldað kjöt er áhættusamt á meðgöngu

Reyndu að borða ekki kjöt sem hefur verið eldað rare eða medium rare. Og eins og alltaf að þá á að elda kjúkling alveg í gegn og það sama gildir um svínakjöt, pylsur og hamborgara.

Toxoplasmosis er sýking sem að orsakast af snýkjudýrum og getur fundist í kjöti, kattarskít og óhreinu vatni. Ef þú ert ófrísk að þá getur sýking af þessu tagi skaðað ófætt barnið. En það er mikilvægt að hafa í huga að toxoplasmosis sýkingar á meðgöngu eru afar sjaldgæfar.

Lifur getur skaðað ófætt barn

Ekki borða lifur eða mat sem að inniheldur lifur eins og lifra pate og lifrapylsur. Lifur inniheldur mikið magn af A-vítamíni og það getur skaðað barnið.

Vítamín, fiskiolíur og fæðubótaefni

Ekki taka stóra skammta af vítamínum eða fæðubótaefnum. Olía úr fiski lifur inniheldur A-vítamín.

Fiskur á meðgöngu

Það er í lagi að borða flestar tegundir af fiski á meðgöngu. Fiskur er góður fyrir heilsuna og þroska barnsins. En það eru sumar tegundir af fiski sem ber að forðast.

Þegar þú ert ófrísk eða ert að reyna að verða ófrísk að þá skaltu ekki borða hárkarl, sverðfisk eða marlin.

Minnkaðu skammtana af túnfiski. Ekki borða meira en tvær túnfisk steikur á viku. Ástæðan fyrir þessu er sú að túnfiskur inniheldur meira magn af mercury en annar fiskur.

Fiskur í skel

Alltaf að borða hann eldaðann. Allan skelfisk, humar, krabba, rækjur og fleiri tegundir. Skelfiskur getur innihaldið skaðlegar bakteríur og vírusa sem orsaka matareitrun.

Það er í lagi að borða reyktan fisk, eins og lax og silung.

Sushi og meðganga

Það er í lagi að borða létt eldaðan fisk eins og sushi á meðgöngu en bara ef að fiskurinn hefur verið frystur fyrst.  Frostið drepur orma og þess vegna er í lagi að fá sér sushi á meðgöngu ef fiskurinn sem sushi er gert úr var frystur.

Hnetur má borða á meðgöngu

Endilega, gjörðu svo vel og fáðu þér hnetur og hnetu smjör. (nema þú sért með ofnæmi). Því var haldið fram að hnetur væru ekki öruggar á meðgöngu vegna ofnæmis en þessu hefur nú verið breytt. Það eru engar sannanir fyrir því að fóstrið geti fengið hnetuofnæmi ef kona borðar hnetur á meðgöngu.

Mjólk og jógúrt

Það er í lagi að drekka mjólk á meðgöngu og borða jógúrt. En forðast skal mjólk sem að hefur verið tekin beint úr kúnni.

Ís á meðgöngu

Sem betur fer er í lagi að fá sér ís á meðgöngu.

Matur sem gæti haft óhreinindi á sér

Allt grænmeti og ávextir skulu þvegnir vel áður en þeirra er neytt á meðgöngu.

Koffein og meðganga

Og mikil kaffidrykkja á meðgöngu getur orðið til þess að barnið fæðist afar létt sem að getur svo leitt til alvarlegra heilsufarvandamála seinna í lífinu. Of mikið koffein getur einnig orsakað fósturmissi.

Jurta og grænt te

Það eru ekki til miklar upplýsingar um jurta te og grænt te í tengslum við meðgöngu þannig að best er að drekka þau í hófi.

Það er mælt með að drekka ekki fleiri en 4 bolla á dag af jurta eða grænu tei.

Endilega kíktu á uppskriftirnar okkar á Heilsutorgi, margar góðar og girnilegar hugmyndir - smelltu hér

Heimildir: nhs.uk