Fara í efni

Láttu þennan mat eiga sig ef þú ætlar snemma að sofa og vilt sofa vel

Matur sem á helst ekki að borða stuttu fyrir svefn.
Góður svefn er gulli betri
Góður svefn er gulli betri

Matur sem á helst ekki að borða stuttu fyrir svefn.

Rautt kjöt og annar matur sem inniheldur prótein

Rautt kjöt mun fara illa í maga svona rétt fyrir svefntímann. Það er allt of þungt fyrir meltinguna.  

Feitur matur

Ef þú dælir í þig feitum mat fyrir svefntímann þá mun meltingarkerfi eiga í stökustu vandræðum með að melta þennan mat og þetta getur leitt til þess að þegar þú vaknar þá finnur þú fyrir ógleði.

Kryddaður matur

Krydd geta auðvitað verið afar holl en það er alls ekki mælt með því að borða sterkan kryddaðan mat stuttu fyrir svefntímann. Reyndu að forðast það eftir bestu getu.

Matur sem inniheldur mikið af kolvetnum

Í stað þess að dæla í þig sætindum fyrir svefninn prufaðu þá að fá þér epli. Of mikill sykur í blóðinu gerir það að verkum að þú ert lengi að sofna eða nærð þér ekki niður.

Heimild: naturalhealthcareforyou.com