Hvađ gerir Kalíum / Potassium fyrir okkur?

mikiđ af ávöxtum og grćnmeti er ríkt af kalíum
mikiđ af ávöxtum og grćnmeti er ríkt af kalíum

Kalíum er mikilvćgt fyrir heilbrigt taugakerfi og reglulegan hjartslátt. Ţađ er taliđ vinna gegn hjartaáföllum og hjálpa til viđ vöđvasamdrátt.

Kalíum og natríum vinna saman ađ eđlilegu vökvajafnvćgi í líkamanum. Kalíum er mikilvćgt fyrir efnahvörf í frumum ţađ hjálpar til viđ ađ viđhalda jöfnum blóđţrýstingi og flutning rafbođa til fruma. Einnig stjórnar kalíum flutningi nćringarefna í gegnum frumuhimnur.

Sífellt fleiri rannsóknir benda til jákvćđra áhrifa kalíums og magnesíums gegn háţrýstingi og ýmis konar hjartasjúkdómum. Einnig leiddi rannsókn á fólki međ síţreytu í ljós ađ neysla kalíums og magnesíums (1 g af hvoru á dag) dró úr einkennum ţeirra.

Kalíum er helst ađ finna í grćnmeti, sérstaklega grćnu blađgrćnmeti, ávöxtum, frćjum, hnetum, kartöflum og korni. Bananar og avókadó eru einstaklega góđ uppspretta af kalíum. Kaffi, tóbak, ţvagrćsilyf, sykur og áfengi eru gagnvirk kalíumi.

Skortur á kalíum er fremur óalgengur en kemur helst fram hjá fólki sem notar ţvagrćsandi lyf ţar sem ţau eyđa kalíum úr líkamanum.

Einkenni skorts lýsa sér sem bjúgur, blóđsykurskortur, háţrýstingur, ţreyta, slen, vöđvaverkir, húđţurrkur, niđurgangur, harđlífi, skert starfsemi ósjálfráđa taugakerfisins, taugaveiklun, ţrálátur ţorsti, hjartsláttaróregla, sykuróţol, svefnleysi, lágţrýstingur, og ţrálátir höfuđverkir.

Andleg og líkamleg streita eykur kalíumţörf líkamans.

Ráđlagđir dagsskammtar:

Ungbörn til 3 ára: 800 mg

Börn 3 til 6 ára: 1100 mg

Börn 7-10 ára: 2000 mg

Karlar frá 11 ára aldri: 3500 mg

Konur frá 11 ára aldri: 3100 mg

Konur á međgöngu eđa međ barn á brjósti: 3100 mg

Heimildir: heilsa.is

 

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré