Fara í efni

8 fáránleg ósannindi um kjötneyslu

Öðru hvoru skjóta upp kollinum fréttir um að kjötneysla sé ekki af hinu góða.
8 fáránleg ósannindi um kjötneyslu

Öðru hvoru skjóta upp kollinum fréttir um að kjötneysla sé ekki af hinu góða.

Kristján Már Gunnarsson læknanemi og bloggari á betrinaering.is hefur rannskað málið og liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn þar sem hann afhjúpar nokkur ósannindi um kjöt, en gefum Kristjáni orðið. 

Það er mikið um vitleysu um næringu í fjölmiðlum.

Eitt versta dæmið er áróðurinn gegn kjötneyslu.

Hér eru 8 fáránleg ósannindi um kjöt og áhrif þess á heilsu.

1. Kjöt rotnar í ristli

Sumir halda því fram að kjöt meltist ekki almennilega og “rotni” í ristlinum.

Þetta er algjört rugl, líklega fundið upp af grænmetisætum til þess að hræða fólk frá því að borða kjöt.

Það sem gerist þegar við borðum kjöt er að það brotnar niður bæði af völdum magasýra og meltingarensíma.

Í smágirninu eru próteinin brotin niður í amínósýrur og fitan er brotin niður í fitusýrur.

Eftir það frásogast þau yfir meltingarvegginn og inn í blóðrásina. Það er ekkert eftir til að “rotna” í ristlinum.

Ef þú vilt vita hvað raunverulega “rotnar” í ristlinum, þá eru það ómeltanleg plöntuefni (trefjar) … úr grænmeti, ávöxtum, korni og belgjurtum.

Meltingarfæri manna hafa ekki nauðsynleg ensím til að brjóta niður trefjar, sem er ástæða þess að þær fara alla leið niður í ristilinn.

Þar gerjast þær (rotna) vegna vingjarnlegu bakteríanna í þörmunum sem breyta þeim í næringarefni og gagnleg efnasambönd á borð við stuttu fitusýruna butyrate (1).

Þetta er það sem heldur vingjarnlegu bakteríunum lifandi og margar rannsóknir sýna að fóðrun þessara baktería sé mjög mikilvæg heilsu (23).

Þannig að … kjöt rotnar ekki í ristlinum. Plöntur gera það …. og það er góður hlutur.

Niðurstaða: Næringarefni í kjöti brotna niður og frásogast löngu áður en þau komast í ristilinn. Hins vegar gerjast plöntutrefjar (“rotna”) í ristli, sem er reyndar gott þar sem þær fæða vingjarnlegu ristilbakteríurnar.

2. Kjöt inniheldur mikið af skaðlegri, mettaðri fitu og kólesteróli

Ein helsta röksemdin gegn kjöti er sú að það hafi tilhneigingu til að vera hátt bæði í mettaðri fitu og kólesteróli.

Þetta er ekki áhyggjuefni þar sem nýjar rannsóknir sýna að hvoru tveggja eruskaðlaus.

Þrátt fyrir að flestir telji kólesteról vera eitthvað sem þarf að óttast, þá er það í raun mjög mikilvæg sameind í líkamanum.

Kólesteról er að finna í öllum frumuhimnum og er notað til að búa til hormón. Lifrin framleiðir mikið magn af því til að tryggja að okkur skorti það aldrei.

Þegar við fáum mikið af kólesteróli úr fæðu þá framleiðir lifrin bara minna í staðinn þannig að heildarmagn í líkamanum breytist lítið (45).

Það er staðreynd að hjá um 70% manna hefur kólesteról í mat óveruleg áhrif á kólesteról í blóði (6).

Hjá hinum 30% finnst væg hækkun á LDL kólesteróli, en HDL (sem er verndandi) hækkar líka (78).

Það sama gildir um mettaða fitu, hún hækkar líka HDL (“góða”) kólesterólið (910).

En jafnvel þegar mettuð fita og/eða kólesteról valda vægri hækkun á LDL þá er það ekki vandamál vegna þess að þau breyta LDL ögnunum úr litlum, þéttum LDL (mjög slæmt) í stórar LDL, sem eru verndandi (1112).

Rannsóknir sýna að fólk sem hefur að mestu stórar LDL agnir er í mun minni hættu á hjartasjúkdómum (1314).

Þess vegna kemur ekki á óvart að sjá að rannsóknir á hundruðum þúsunda manna sýna að að mettuð fita og kólesteról tengjast ekki aukinni hættu á hjartasjúkdómum (1516).

Í raun sýna nokkrar rannsóknir að mettuð fita tengist minni hættu á heilablóðfalli, sem er önnur mjög algeng orsök dauða og örorku (17).

Þegar þessar kenningar eru prófaðar með raunverulegum rannsóknum á mönnum kemur í ljós að þegar fólk sker niður neyslu á mettaðri fitu og neytir “hjartavænna”jurtaolía í staðinn (sem lækka kólesteról) þá aukast líkur á dauða (18).

Niðurstaða: Það er rétt að kjöt hefur tilhneigingu til að vera hátt í mettaðri fitu og kólesteróli, en þetta er ekki áhyggjuefni vegna þess að þessi efni hafa ekki skaðleg áhrif á kólesteról í blóði og valda ekki aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

3. Kjöt veldur hjartasjúkdómum og sykursýki 2

Það er ótrúlegt en satt að kjöti er oft kennt um vestræna sjúkdóma, til dæmis hjartasjúkdóma og sykursýki 2.

Hjartasjúkdómar urðu ekki vandamál fyrr en snemma á 20. öld og sykursýki 2 nokkrum áratugum síðar.

Þessir sjúkdómar eru nýir … en kjöt er ævaforn fæða. Menn og forverar þeirra hafa borðað kjöt í milljónir ára (19).

Að kenna gömlum mat um ný vandamál er fáránlegt.

Sem betur fer höfum við tvær mjög stórar og ítarlegar rannsóknir sem geta fullvissað okkur um hvað rétt er.

Í stórri rannsókn sem birt var árið 2010 höfðu vísindamenn sameinað upplýsingar úr 20 rannsóknum sem tóku til alls 1.218.380 einstaklinga. Þeir fundu engin tengslmilli neyslu óunnins rauðs kjöts og hjartasjúkdóma eða sykursýki 2 (20).

Önnur stór evrópsk rannsókn sem 448.568 einstaklingar tóku þátt í fann engin tengsl milli óunnins rauðs kjöts og þessara sjúkdóma (21).

Hins vegar fundu báðar þessar rannsóknir aukna áhættu fyrir fólk sem át unnarkjötvörur.

Af þessum sökum er mjög mikilvægt að gera greinarmun á milli mismunandi kjötgerða.

Margar rannsóknir sem virðast sýna að “rautt kjöt” sé skaðlegt gera ekki nægilegan greinarmun á milli unnins og óunnins kjöts.

Unnin matvæli eru almennt nokkuð slæm fyrir okkur … það á ekki eingöngu við kjöt.

Niðurstaða: Margar stórar rannsóknir hafa kannað tengsl milli kjötneyslu, hjartasjúkdóma og sykursýki. Það fundust sterk tengsl fyrir unnar kjötvörur, en engin tengsl fyrir óunnið rautt kjöt.

4. Rautt kjöt veldur krabbameini

Algengt er að fólk trúi því að kjöt, sérstaklega rautt kjöt, valdi krabbameini.

Hér verða hlutirnir svolítið flóknari.

Það er rétt að unnið kjöt tengist aukinni hættu á krabbameini, sérstaklega krabbameini í ristli (22).

En þegar kemur að óunnu rauðu kjöti þá eru hlutirnir ekki jafn skýrir.

Þó nokkrar rannsóknir bendi til þess að óunnið rautt kjöt geti aukið hættu á krabbameini, þá sýna yfirlitsrannsóknir sem sækja gögn í margar aðrar rannsóknir aðra niðurstöðu.

Tvær yfirlitsrannsóknir, ein sem fór yfir gögn úr 35 rannsóknum og hin úr 25 rannsóknum, komust að því að áhrifin af óunnu rauðu kjöti voru mjög veik fyrir karla og engin fyrir konur (2324).

Hins vegar … kemur í ljós að eldunaraðferð kjötsins hefur mikið að segja um áhrif þess á heilsu.

Nokkrar rannsóknir sýna að þegar kjöt er ofeldað þá geta myndast efnasambönd eins og Heterocyclic Amines og Polycyclic Aromatic Hydrocarbons, sem hafa reynst valda krabbameini í tilraunadýrum (25).

Það eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að þetta gerist … eins og að velja mildari eldunaraðferðir og skera burt brennda bita.

Svo svarið er ekki að forðast rautt kjöt, heldur tryggja að það brenni ekki.

Hafðu í huga að ofhitun getur valdið því að skaðleg efnasambönd myndast í mörgum öðrum matvælum. Þetta á ekki eingöngu við um kjöt (26).

Niðurstaða: Tengingin milli óunnins rauðs kjöts og krabbameins er mjög veik hjá körlum og engin hjá konum. Tengingin getur farið eftir því hvernig kjötið er eldað, því ofhitun getur verið krabbameinsvaldandi.

5. Menn eru náttúrulegar grænmetisætur og eru ekki “hannaðir” fyrir kjötneyslu

Sumar grænmetisætur halda því fram að menn séu ekki “hannaðir” til að borða kjöt.

Þeir segja að menn séu náttúrulegar grænmetisætur eins og prímatar, forverar okkar.

Þetta … er hins vegar alrangt. Menn og forverar þeirra hafa borðað kjöt í mjög langan tíma og líkamar okkar eru vel aðlagaðir að kjötneyslu (2728).

Meltingarkerfi okkar líkjast yfir höfuð ekki meltingarkerfum grasbíta.

Við höfum stuttan ristil, langt mjógirni og mikið af saltsýru í maga til að hjálpa okkur að brjóta niður dýraprótein (29).

Lengd mismunandi hluta meltingarfæra okkar er einhvers staðar á milli lengdar sem er dæmigerð fyrir bæði kjötætur og grasbíta, sem gefur til kynna að menn séu “hannaðir” fyrir hvoru tveggja (30).

Það er einnig talið að neysla okkar á dýraafurðum hafi ýtt undir þróun heilans sem hefur síðan aðskilið okkur frá öllum öðrum dýrum plánetunnar (31).

Það er best fyrir menn að borða bæði dýr og plöntur. Punktur.

Niðurstaða: Menn eru vel búnir til að nýta þau næringarefni sem finnast í kjöti. Meltingarfæri okkar endurspegla erfðafræðilega aðlögun að hvoru tveggja jurta- og dýraafurðum, þar sem dýraafurðir eru helsta uppspretta hitaeininga.

Grein fengin af vef hjartalif.is og til að lesa hana til enda, smelltu þá HÉR.