Fara í efni

Hlátur virkar á heilann eins og hugleiðsla

Að hlæja gæti breytt lífi þínu til muna, bætt heilsuna og hláturinn er jafn góður og djúp hugleiðsla segir í nýrri rannsókn.
Hláturinn lengir lífið
Hláturinn lengir lífið

Að hlæja gæti breytt lífi þínu til muna, bætt heilsuna og hláturinn er jafn góður og djúp hugleiðsla segir í nýrri rannsókn.

Við rannsókn á áhrifum stresshormónsins cortisol á heilann vildu vísindamenn við Loma Linda University í Bandaríkjunum rannsaka hvort hlátur gæti haft áhrif á þetta skaðlega efni sem býr í okkur.

Þeir komust að því að hlátur dregur úr neikvæðum áhrifum cortisol og gæti verið notað sem meðferð hjá sjúklingum með of háan blóðþrýsting, sykursýki og hjartasjúkdóma.

“Þetta er í raun einfalt: Þeim mun minna stress sem að einstaklingur hefur, þeim mun betra er hans minni” segir Dr. Lee Berk, en hann var yfir þessari rannsókn.

Góður húmor dregur úr skemmandi hormónum sem eru tengdir við stress, eins og t.d cortisol sem vinnur á hippocampal neurons, en þær bera ábyrgð á minninu og draga úr blóðþrýstingi og vinna þannig að því að bæta skapið, útskýrir einn af vísindamönnunum.

“Hlátur örvar losun á endorfíni og dópamíni í heilanum, þá líður okkur afar vel. Og þetta gerir það að verkum að ónæmiskerfið virkar betur” segir Dr.Berk.

“Hlátur framleiðir heilabylgjur svipaðar og þær sem að sjást í heilum hjá þeim sem að stunda hugleiðslu” bætir Dr. Berk við.

Hluti af þessari rannsókn var að sýna fyndin myndbönd sem voru um 20 mínútna löng, áhorfendurnir voru hópur af eldra fólki og eldriborgurum með sykursýki. Svo voru sjálfboðaliðarnir látnir svara spurningum til að meta virkni minnis þeirra og sjónminnis. Þetta var síðan borið saman við annan hóp sem að var ekki sýndur myndböndin.

Síðan var magn cortisol mælt, fyrst í byrjun og svo þegar tilrauninni var lokið. Niðurstaðan var sú að hormónið sem framleiðir stress minnkaði til muna.

“Þrátt fyrir þá staðreynd að eldra fólk finnur fyrir minnistapi sökum aldurs að þá er þessi tilraun með að örva heilann með húmor sem meðferð að sýna góðan árangur” sögðu sérfræðingarnir.

Heimild: themindunleashed.org