Fara í efni

Vanillu- og myntudraumur sem seðjar sykurþörfina!

Vanillu- og myntudraumur sem seðjar sykurþörfina!

Í dag deili ég með þér drykk sem er ekkert annað en himneskur! Uppskriftin er ein af þeim sem ég bjó til fyrir sykurlausu áskorunina sem hófst í gær. 

Ert þú ekki örugglega búin/n að skrá þig?

Nú þegar eru yfir 25.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, alls fimm uppskriftir fyrir hvora viku, sem slá á sykurlöngunina. Má sjá umfjöllun um áskorun hér birt á vísir í gær. Allar uppskriftirnar í áskoruninni eru að einfaldar, bragðgóðar og fljótlegar í framkvæmd, sem og vegan og glútenlausar! Fæst allur innkaupalistin í verslunum Nettó.

Smelltu hér til að skrá þig ókeypis í 14 daga sykurlausu áskorun og fyllast meiri orku áður en það verður of seint! Þú hefur engu að tapa nema sykurpúkanum!

Gæti sykur verið þín fitugildra

Ávinningurinn að minnka sykurinn er vissulega mikill og hafa fyrri þátttakendur talað um t.d. meiri orku, bættan svefn, meiri alhliða vellíðan og að hafa losnað við 3-5 aukakíló.

DSC_8199

Ef óttinn við að taka sykurlausu áskoruninni er sú að þú standist ekki eða gætir þótt einhver matur vondur, skora ég á þig að blanda þér þennan drykk og finna hversu vel sykurleysið getur bragðast!

Hráefnin eru einföld og hjálpa líkamanum að vinna gegn sykurlöngun. Fyrst er byrjað á að blanda í vanillumjólkina og því hellt í tvö glös eða krukkur til að geyma. Þar næst er blandað í Myntuþeytinginn og því hellt yfir.

DSC_8203

Vanillu- og myntudraumur

~ uppskrift fyrir 2

Vanillumjólk

2 bollar (1 dós) kókosmjólk (frá Coop úr Nettó)
nokkrir vanilludropar eða stevia með vanillubragði (frá Good Good Brand, fæst í Nettó)

Myntuþeytingur

1 bolli möndlu- eða kókosmjólk
2 handfylli spínat
1 banani
4 msk chiafræ frá himneskri hollustu
8 myntulauf
1 msk hempfræ

1. Leggið chiafræ í bleyti. Hrærið þá saman 2 msk chia samanvið 6 msk af vatni og leyfið að liggja í 15 mín eða yfir nótt.

2. Hrærið allt saman í vanillumjólkina í blandara. Hellið í tvö glös eða glerflöskur til að geyma.

3. Setjið næst hráefni fyrir græna drykkinn í blandarann og hrærið. Hellið yfir glösin og hrærið með skeið fyrir fallega áferð. Njótið.

DSC_8215

Hollráð: Mér þykir best eiga krukku í kæli með chia yfir vikuna. Þá sett ég botnfylli eða um 1/4 krukku með chia og fylli með vatni. Lokað og hrist. Geymist í kæli í 5 daga. Chia fræ getað slegið á sykurlöngun.

Endilega deilið á samfélagsmiðlum:)
Vonast til að sjá þig hinum megin í áskorun, skráning í ókeypis 14 daga áskorun er hér og færð þú fyrstu uppskriftir tafarlaust við skráningu!
Heilsa og hamingja,

jmsignature