Fara í efni

Súkkulaðiþynnur með myntufyllingu

Súkkulaðiþynnur með myntufyllingu

Nú fer að líða að jólum, tíma kræsinga, hátíðarhalda og friðar.

Ég hef alltaf verið svolítið veik fyrir sætindum svo þegar líður að hátíðum grípur mig alltaf löngun að útbúa holla konfektmola og smákökur.

Samsetningin af myntu og súkkulaði er ómótstæðileg í mínum huga enda inniheldur tvennt af mínu allra uppáhalds… Myntu og súkkulaði!

Þessar hráfæðis súkkulaðiþynnur eru úr dökku, bragðmiklu súkkulaði og fylltar með myntu- og kókosfyllingu… Ekkert annað en ljúffeng leið að njóta sætinda á hollan hátt.

Það er afar einfalt að útbúa þær og spennandi að eiga í frysti til að stelast í.

Fyrir ykkur sem hafa áhuga á að læra um sykurlausa konfekt og desertgerð var ég að opna fyrir sykurlausu desert og konfekta myndbandsnámskeið með mér! Lestu betur um þau hér!

_DSC3826

Súkkulaðiþynnur með myntufyllingu

Myntufylling

1 bolli kókosmjöl

1/2 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 5 klst eða yfir nótt)

2 msk kakósmjör, brætt

3 msk hlynsíróp

1 tsk stevia með piparmyntubragði (eða bætið við 1 tsk til viðbótar af hlynsírópi)

2 dropar piparmynta

Súkkulaðið

1/2 bolli kakósmjör

1/2 bolli ósætað kakó

1/4 bolli hlynsíróp

4 tsk stevía með piparmyntubragði (eða notið 1 dropa af piparmyntu)

klípa af salti

1. Byrjið á að útbúa myntufyllingu með því að bræða kakósmjör yfir vatnsbaði. Hrærið þá saman kókosmjöli og kasjúhnetum í blandara þar til kekkjalaust. Bætið afgangs hráefnunum við þar til silkimjúkt. Varið þó að hræra deigið of mikið þar sem það gæti stífnað.

2. Hellið í botninn á hefðbundnum múffuformum og frystið á meðan þið útbúið súkkulaðið.

3. Hrærið öll hráefnin saman í súkkulaðið með písk þar til silkimjúkt. Það má einnig bræða kakósmjör í potti og hræra síðan öllu saman í pottinum. Einnig er hægt að kaupa sykurlaust súkkulaði sætað með steviu (t.d frá Balance) og bræða.

4. Takið næst myntu fyllinguna sem er í fyrsti og hellið súkkulaði yfir á aðra eða báðar hliðarnar. Frystið í 1-2 klst til viðbótar.

5. Njótið sem algjört konfekt!

Fyrir ykkur sem viljið læra um sykurlausa konfekt- og desertgerð mæli ég með að kíkja á námskeiðið hjá mér hér.

Námskeiðið fer fram í þínu eigin eldhúsi! Í formi myndbanda með mér, með nýjum og einföldum uppskriftum og stuðning í gegnum Facebook. Lærir þú um náttúrulega sætugjafa sem gott er að nota og hvernig á að gera hollt konfekt, hrákökur og deserta sem allir elska!

Ef þér líkar dökkt súkkulaði, endilega deildu á samfélagsmiðlum!

“Sjáumst” vonandi á sykurlausa konfekt- og desert námskeiðinu!

Heilsa og hamingja,
jmsignature