Fara í efni

Páskakonfekt og hráfæðisnám í LA

Páskakonfekt og hráfæðisnám í LA

Hæhæ!

Ég skrifa frá Venice beach, LA þessa vikuna þar sem ég verð í 5 vikna hráfæðiskokkanámi á framhaldstigi (Raw chef level 2).
Það má segja að ég sé í skýjunum með að eyða dögunum í eldhúsinu með fyrsta flokks kokkum að skapa mat og rölta síðan út á ströndina.  Ég get þó ekki staðist það að deila með ykkur holla páskakonfektinu mínu nú í tilefni páskavikunnar!

Ég geri lítil egg sem ég fylli með minni útgáfu af saltkaramellu úr kasjúhnetusmjöri og skreyti með vegan hvítu súkkulaði sem toppar þetta. Þetta er vægast sagt lostæti og góð leið að njóta páskakonfektsins með góðri samvisku!

DSC_0272

Flestir sem smakka eiga varla orð yfir því að þetta sé raunverulega hollt nammi.

DSC_0304

Að gera ykkar eigin páskaegg getur verið skemmtileg hefð sem bæði litlir sem stórir puttar getað haft gaman af. Konfektgerðin tekur alls ekki langan tíma!

DSC_0318

Páskakonfekt

Súkkulaðið

100g kakósmjör brætt
50 gr kókosolía
75g hrátt kakó duft
100g hrátt hlynsíróp
4 dropar steviudropar t.d frá via health steviu
1 tsk vanilludropar

páskaeggjaform

Kasjúhnetufylling

4 msk kasjúhnetusmjör t.d frá Monki
1 msk vegan smjör t.d frá Earth balance
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
4-6 klípur salt
vegan hvítt súkkulaði til skreytingar

1. Bræðið kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbaði. Hrærið saman kakódufti, hlynsírópu, steviudropum og vanillu með gafli þar til silkimjúkt.

2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðinu yfir páskaeggjamót og frystið í 10 mín. Geymið súkkulaðið yfir vatnsbaði svo það stífni ekki.

3. Útbúið á meðan fyllingu með því setja allt í skál og hræra. Gott ráð til að fá silkimjúka karamellu er að setja allt í matvinnsluvél eða blandara. 

4. Takið eggjamótið úr frysti og hellið öðru lagi af súkkulaði yfir. Frystið í 10 mín.

5. Bætið fyllingu í eggjamótið lauslega (c.a einn tsk í hvert) og hellið súkkulaði yfir. Sléttið úr með hníf og frystið á ný í 10-20 mín.

6. Bræðið hvítt súkkulaði og sléttið yfir ef þið viljið. Njótið.

Fyllir 6 eggja hálfmána eða tvö páskaeggjamót

Konfektið er líka í lagi fyrir þá sem eru núna að taka “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið þar sem þetta er á páskadag og notuð er náttúruleg sæta. En á námskeiðinu er fylgt 30 daga bragðgóðum matseðli sem fyllir líkaman orku, losar líkaman við sykurlöngun og brennir fitu náttúrulega.

Ef þú vilt læra meira um námskeiðið getur þú farið hér fyrir ókeypis kennslusímtal og ráð.

Ég held áfram að skrifa þér vikulega frá sólríku LA næstu vikur með ýmsum ráðum og uppskriftir sem ég veit þú vilt ekki missa af.

DSC_3151 copy small 2

Ég býð þér að fylgjast með mér á FacebookInstagram og snapchat: lifdutilfulls þar sem ég deili með þér lífinu í LA! 

Efast ég ekki um að koma heim full af innblástri og krafti fyrir einhverju nýju og spennandi sem ég er með í bígerð hér hjá Lifðu til fulls sem mun hjálpa þér að meiri heilsu og hamingju.

Endilega deilið konfektinu yfir á samfélagsmiðla. 
Heilsa og hamingja,

jmsignature